Lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjalli

Í dag (24. Desember 2022) varð lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjall. Aðeins einn jarðskjálfti náði stærðinni Mw1,0. Mest af þessari jarðskjálftahrinu var á dýpinu 14,5 km og upp að 6,8 km dýpi.

Gulir og appelsínugulir punktar í eldstöðinni Fagralsfjalli á Reykjanesskaga. Ásamt rauðum og bláum punktum sem sýnir jarðskjálftavirkni annarstaðar á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos hefst í Fagradalsfjalli. Þessi jarðskjálftavirkni bendir hinsvegar til þess að nýtt tímabil kvikuinnskota sé hafið í eldstöðinni Fagradalsfjalli.