Það hefur ekki orðið mikil breyting á eldgosinu í Fagradalsfjalli vikuna 28-Maí-2021 til 5-Júní-2021. Hérna er um að ræða eldstöðvarkerfið Krýsuvík-Trölladyngja.
Gígurinn heldur áfram að stækka. Það virðist sem að gígurinn stækki með því að það hrinur innan í honum og þá stækkar hann útá við í látunum sem fylgja í kjölfarið. Núverandi hæð gígsins er milli 300 til 500 metrar. Þetta er samt mjög illa metið í gegnum vefmyndavélar.
Það svæði sem hefur verið mest notað til þess að horfa á eldgosið er núna lokað þar sem hraun hefur flætt yfir gönguleiðina sem þar er.
Vegna þess þá er núna hætta á því að vestari varnargarðurinn fari fljótlega undir hraun og þá flæðir meira hraun niður í Nátthaga.
Hraunið fer ekki mjög langt en það hleðst upp í staðinn og á svæðum er þykktin orðin nokkur hundruð metrar miðað við það landslag sem þarna er.
Ef að eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera þá mun allt svæðið fara undir hraun á næstu 6 til 10 mánuðum. Þar sem hraunið mun bara halda áfram að hlaðast upp þarna.
Það er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að ljúka.
Það eru engar aðrar fréttir af eldgosinu sem ég veit um. Eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera síðan það hófst þann 19-Mars-2021. Annarstaðar á Íslandi hefur verið mjög rólegt og lítið gerst og ekkert fréttnæmt.
Vegna hausverks sem ég var með síðustu 12 klukkutímana þá er þessi grein aðeins seinna á ferðinni en venjulega.
Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
Það hafa ekki orðið neinar meiriháttar breytingar á eldgosinu síðan síðasta grein var skrifuð. Það er talsvert af litlum breytingum sem er að eiga sér stað.
Stóri kvikustrókar hættu í síðari hluta vikunnar. Það er einhver kvikustrókavirkni en sú virkni er frekar lítil miðað við það sem sést á vefmyndavélum.
Hraun flæðir núna niður í Nátthaga og er reiknað með að það nái niður að Suðurstrandarvegi á næstu 20 til 60 dögum eftir því hversu mikið hraun flæðir niður í Nátthaga.
Vestari varnargarðurinn hefur komið í veg fyrir að hraun flæði þar niður í Nátthaga hingað til þegar þessi grein er skrifuð. Slæmt veður í dag (28-Maí-2021) kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með því sem er að gerast á þessu svæði í dag. Á svæðinu er mikil rigning og þoka.
Stórar hrauntjarnir hafa myndast í hrauninu og hlaupa þessar hrauntjarnir reglulega fram og auka þannig þykktina á hrauninu. Hraunið hleypur einnig fram í hraunrásum sem eru inní sjálfu hrauninu og brjótast fram út við jaðar hraunsins. Þetta leyfir hrauninu einnig að brjótast fram án viðvörunar og stækka hraun jaðarinn þannig.
Hraunið er hægt og rólega að auka þykkt sína og hefur slík atburðarrás átt sér stað á undanförnum vikum. Það er að valda því að gönguleiðin að útsýnisstaðnum að gígnum fer hugsanlega undir hraun á næstu vikum ef hraunið heldur áfram að þykkna með þessum hætti. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunið þykknar á þessu svæði. Þetta gæti tekið aðeins nokkrar vikur að gerast frá því sem er núna.
Að öðru leiti hefur verið mjög lítið að gerast í eldgosinu sjálfu og litlar breytingar þar. Þetta stig eldgossins gæti haldið áfram mánuðum saman. Það eru vísbendingar um að þetta sé fyrsta stigið í að búa til dyngju eða hugsanlega eldkeilu. Það verður að bíða og sjá hvað gerist í þessu eldgosi.
Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
Það hafa ekki orðið miklar breytingar síðan síðasta grein var skrifuð um eldgosið. Þetta eldgos hefur núna varða í tvo mánuði og nokkra daga betur og sýnir engin merki þess að eldgosinu sé að fara að ljúka.
Hraunstrókavirkni heldur áfram eins og hefur verið undanfarin mánuð.
Magn hrauns sem er að koma upp hefur aukist í rúmlega 11m3 úr 5m3 þegar eldgosið hófst.
Hraunið er núna á leiðinn til sjávar með því að fara niður Nátthagadal. Það er verið að reyna að stöðva það hraun með því að setja upp varnargarða. Það er mín persónulega skoðun að það mun ekki virka og að mestu tefja hraunið sem á einnig eftir að fara yfir hæð sem er þarna á svæðinu og er fyrir hrauninu hvort sem er. Þetta mun taka nokkra daga til viku í mesta lagi fyrir hraunið að fara yfir varnargarðana og hæðina sem er þarna. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunflæði er í þessa átt. Stefna hrauns getur breyst án nokkurs fyrirvara og breytist stöðugt.
Meirihlutinn af hrauninu fer núna niður í Meradali og mun líklega gera það í talsverðan tíma í viðbót. Þegar hraunið fer niður í Meradali þá eru engir innviðir í hættu eins og er.
Vart hefur orðið SO2 mengunar á suðurlandi síðustu daga. Í gær (20-Maí-2021) varð einnig vart við mikla stöðuspennu vegna eldgossins en það olli sem betur fer ekki neinni eldingarvirkni á svæðinu þar sem eldgosið er, en hættan var til staðar í talsverðan tíma í gær.
Það eru engar frekari fréttir af eldgosinu og það hefur verið rólegt á öðrum stöðum á Íslandi þessa vikuna.
Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem tilheyrir eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.
Það eru ekki miklar breytingar á eldgosinu og hefur það verið mjög svipað og undanfarnar vikur. Það sem hefur verið að breytast undanfarið er að magn hrauns sem er að koma upp í eldgosinu hefur aukist um 70% síðan eldgosið hófst þann 19-Mars samkvæmt fréttum frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindadeild Háskóla Íslands.
Eldgosið heldur áfram í einum gíg eins og hefur verið undanfarnar vikur. Núna koma hinsvegar miklir kvikustrókar upp í eldgosinu með reglulegu millibili þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu kvikustrókanir ná hæðinni að 400 til 500 metra hæð yfir gígnum. Þessir kvikustrókar sjást því vel frá Reykjavík og öðrum nálægum bæjarfélögum.
Hraunið er mjög nálægt því að komast niður í Nátthagadal og er núna verið að gera tilraun til þess að stöðva framvindu hraunsins. Ástæðan er að nærri Náttagadal er ljósleiðari og suðurstrandarvegur sem má ekki fara undir hraun. Ég reikna fastlega með því að tilraunir til þess að stöðva rennsli hraunsins niður í Nátthaga takist ekki þegar hraunið fer aftur að renna í átt að Nátthaga.
Stærsti gígurinn er núna í kringum 50 til 90 metra hár. Hæð gígsins er alltaf að breytast vegna þess að það hrynur stöðugt úr gígnum, bæði innan hans og utan. Þetta ferli hruns virðist vera hægt og rólega að stækka gíginn.
Kvikan sem er núna að koma upp er að koma upp af ennþá meira dýpi samkvæmt mælingum Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands. Samkvæmt breytingum á efnasamsetningu sem kemur fram í hrauninu.
Það eru engin merki þess að eldgosinu sé að fara að ljúka fljótlega.
Það er erfitt að segja til um það hvað gerist næst í þessu eldgosi. Það er möguleiki á því að nýir gígar opnist fyrir utan núverandi gígalínu sem er að mestu hætt að gjósa, fyrir utan einn gíg. Á meðan eldgosið í Fagradalsfjalli heldur áfram að vaxa þá er mjög erfitt að vita hvað gerist næst.
Hérna er myndasafn sem ég tók þegar ég fór að eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 8 Maí 2021. Eldgosið hefur breyst mikið síðan ég var þarna á laugardaginn. Þetta er fyrsta tilraun með myndasafn hérna og því gæti það ekki tekist almennilega.
Leiðin að eldgosinu og eldgosið sjálft og einnig leiðin frá eldgosinu. Þetta er safn mynda sem ég tók þegar ég fór þangað.
Eldgosið hefur breyst mikið síðan ég var þar á laugardaginn 8 Maí. Megin gígurinn er mun stærri en virðist vera á vefmyndavélum. Þar sem vefmyndavélanar gera það mjög erfitt að áætla stærð gígsins í því sjónarhorni sem þær bjóða upp á. Þegar ég var þarna þá var aðal gígurinn um 50 metra hár og eldgosið var stöðugt þegar ég var þarna eftir breytingar sem urðu um morguninn. Um það leiti sem ég fór frá eldgosinu um klukkan 15:20 þá var eldgosið farið að breyta sér aftur í hraunstróka virkni eins og hafði verið áður. Þegar ég kom niður að vegi um klukkan 16:30 þá hafði eldgosið næstum því breyst alveg til fyrri virkni. Hraunið býr til sitt eigið veðurfar þegar það dregur inn kalt loft í nágrenninu með sterkum vindi og litlum ský strókum sem birtast án nokkurs fyrirvara á svæðinu. Það hefur einnig verið mikið um bruna í mosa vegna hraun sletta sem koma frá kvikustrókunum sem ná alveg 400 til 500 metra hæð þegar mest er og þær kvikuslettur sem hafa komist lengst hafa náð að ferðast allt að 600 metra frá eldgosinu. Ég tók myndbönd og hægt er að skoða þau á YouTube rásinni minni hérna. Stærsti gígurinn breytist á hverjum degi eftir því sem hraunið endurformar gíginn í hverri hraunstróka virkni. Hrun í aðal gígnum eru einnig mjög algeng og verða á hverjum degi. Sumt af þessu hruni er stórt á meðan önnur hrun eru minni.
Það sem gæti verið að gerast í Fagradalsfjalli er að ný eldstöð gæti verið að myndast. Það er mín skoðun núna en það gæti breyst eftir því sem meiri gögn koma inn og tíminn líður í þessu eldgosi og meira lærdómur fæst um þetta eldgos og hvað er að gerast.
Þetta er stutt uppfærsla um eldgosið í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.
Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar síðustu daga í eldgosinu. Það hafa hinsvegar orðið minni breytingar síðustu daga. Hérna eru síðustu breytingar sem hafa verið tilkynntar.
Elstu gíganir eru hættir að gjósa. Einn af gígunum hefur breyst í hrauntjörn en það er einnig möguleiki á því að hinn gígurinn sé einnig hrauntjörn þó að þar komi upp mikið gas (reykur).
Það eru þrír til fjórir gígar sem eru að gjósa núna. Það hefur sést aðeins meiri virkni í dag (26-Apríl-2021) en það er hægt að útskýra með því að hætt hefur að gjósa í nokkrum gígum.
Engir nýjir gígar hafa opnast síðustu daga. Þetta er rétt þegar þessi grein er skrifuð.
Óróinn hefur farið minnkandi en það er óljóst afhverju þetta er að gerast þar sem eldgosið er ennþá í gangi.
Það eru engar frekari fréttir af þessu eldgosi. Ég veit ekki hvenær næsta grein um eldgosið. Næsta grein um eldgosið verður skrifuð eins fljótt og hægt er ef einhverjar breytingar verða á eldgosinu.
Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngja.
Gígurinn sem hóf að gjósa þann 5-Apríl-2021 er hættur að gjósa. Ég er ekki viss hvenær gígurinn hætti að gjósa en það var einhverntímann síðustu daga.
Minni gígar hafa opnað en enginn af þeim hefur náð að búa til gíg og hafa flestir af þeim einnig hætt að gjósa og verið í kjölfarið grafnir undir nýju hrauni frá stærri gígum.
Jarðskjálftavirkni hefur verið að koma fram eftir kvikuganginum í dag. Ég er ekki viss afhverju það er þegar þessi grein er skrifuð.
Nýjar sprungur hafa víst komið fram sunnan við núverandi eldgos. Ég er ekki viss um staðsetningu þessara nýju sprunga. Það virðast ekki vera neinar sprungur sjáanlegar norður af gígnum sem er hættur að gjósa þegar þessi grein er skrifuð.
Gígur 1 er farin að gefa frá sér mikinn reyk. Á meðan eldgos heldur áfram í seinni gígnum á sama svæði. Ég veit ekki almennilega afhverju gígur eitt er að koma með svona reyk og hefur verið með svona reik síðustu daga.
Eldgosið er núna búið að vara í einn mánuð. Það hófst þann 19-Mars-2021.
Samkvæmt síðustu fréttum þá er magn hrauns sem er að koma upp í eldgosinu aukist síðan eldgosið hófst.
Ég er ekki með neinar frekari upplýsingar en það gæti breyst án viðvörunnar. Ef það gerist þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.
Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar síðan ég skrifaði síðustu uppfærslu. Í þessari viku opnuðust fjórir nýjir gígar og ég skrifaði um það á þeim tíma og er hægt að lesa þær greinar varðandi upplýsingar sem koma þar fram.
Það kom fram í fréttum þann í dag (16-Apríl-2021) að hraun er núna farið að flæða úr Geldingadal til austurs. Hraunið fer núna yfir göngustíg sem fólk notaði til þess að komast að eldgosinu og er því mjög líklegt að ekki sé lengur hægt að komast nærri eldgosinu. Það er einnig líklegt að hraun muni flæða til suðurs meira en það hefur gert nú þegar.
Hrina lítilla jarðskjálfta varð í norð-austur hluta Fagradalsfjalls um klukkan 06:00 í morgun. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8.
Það er ekkert sem bendir til þess að þessu eldgosi sé að ljúka.
Það er ennþá mjög mikil hætta á því að eldgos hefjist í nýjum gígum án fyrirvara.
Það eru engar frekari fréttir af stöðu mála þessa vikuna fyrir utan það sem ég hef skrifað fyrr í vikunni. Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og hægt er.
Þetta er stutt grein um eldgosið í Fragradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
Í gær (13-Apríl-2021) um klukkan 09:00 gerðist þetta hérna.
Fjórir nýjir gígar fóru að gjósa. Þetta minnkaði ekki það hraunflæði sem er að koma upp í eldgosinu sem er að koma upp í öðrum gígum sem eru að gjósa.
Núna eru því samtals átta gígar að gjósa í Fagradalsfjalli. Svæðið er hægt og rólega að fara undir nýtt hraun eftir því sem eldgosið varir lengur.
Sunnudaginn 18-Apríl-2021 verður eldgosið búið að vara í einn mánuð (30 daga*). *Þetta er samkvæmt dagatalsreiknivefsíðu miðað við 30 daga mánuð.
Það er ennþá mjög mikil hætta á því að nýir gígar opnist bæði norður og suður af gíg 1.
Það gas sem kemur upp í eldgosinu hefur meira en tvöfaldast á síðustu dögum. Þetta er farið að verða vandamál ef vindur blæs gasinu yfir íbúðarbyggð.
Ég er ekki með frekari uppfærslur af stöðu eldgossins eins og er. Ef eitthvað meira gerist þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og hægt er. Þar sem það er hætta á því að eldgosið muni vara í mjög langan tíma, allt að nokkur ár þá er möguleiki á því að ég breyti því hvenær ég set inn uppfærslur hérna. Ég ætla að finna útúr því eftir því sem eldgosið varir lengur.
Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.
Það hefur mikið verið að gerast þessa vikuna og hægt er að lesa eldri greinar um það sem gerðist fyrr í vikunni.
Samkvæmt mælingum frá Háskóla Íslands þá kemur upp 50% meira hraun núna en í upphafi eldgossins þann 19-Mars-2021. Það kemur einnig upp mun meira af gasi í eldgosinu núna. Það hefur valdið vandræðum háð vindátt.
Það er mikil hætta á því að eldgos hefjist suður af Geldingadalir þar sem eldgosið hófst. Það er einnig mikil hætta á því að eldgos hefjist norður af gígnum sem byrjaði að gjósa þann 5-Apríl-2021.
Það er engin breyting á þenslu. Hægt hefur á þenslunni en ekki hafa aðrar breytingar orðið.
Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu frá Keili til Fagradalsfjalls.
Það er ljóst að breytingar sem geta orðið munu verða án mikils fyrirvara og án þess að það komi fram jarðskjálftavirkni eða mjög lítil jarðskjálftavirkni mun koma fram.
Næsta uppfærsla verður þann 16-Apríl-2021 ef ekkert mikið gerist. Þar sem þetta eldgos er alltaf að gerast þá er mjög líklegt að helgin og næsta vika verði mjög áhugaverð. Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa grein eins fljótt og ég mögulega get.
Uppfærsla klukkan 22:51
Veðurstofan gaf út þetta hérna kort og kom með þessar upplýsingar á síðunni hjá sér í kvöld um hættuna á því að nýjar gossprungur geti opnast norður og suður af núverandi eldgosum í Fagradalsfjalli. Síðan hjá Veðurstofunni er uppfærð reglulega og ef þú ert að skoða þetta löngu eftir 9 og 10 Apríl þá er möguleiki á því að þú þurfir að leita eftir þessum upplýsingum.
Svæðið þar sem hættan er á að farið geti að gjósa án nokkurs fyrirvara. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Kortið sýnir það svæði þar sem er hætta á að eldgos komi upp án viðvörunnar.
Uppfærsla klukkan 15:41 þann 10-Apríl-2021
Um klukkan 03:15 þann 10-Apríl-2021 opnaðist ný gossprunga sem hefur fengið númerið 4 í Fagradalsfjalli. Þessi gossprunga opnaðist milli gígsins númer 2 (annan dag páska) og gígs númer 3 (7-Apríl). Eldgosið frá nýja gígnum virðist ekki vera mjög stórt en það opnaðist undir nýju hrauni sem hafði runnið þarna nokkrum dögum áður frá gíg númer 2. Í gíg 1 (19-Mars) þá lækkaði talsvert mikið í eldgosinu þar á meðan gígur númer 4 fór að gjósa.
Ég tek eftir að nýjar gossprungur virðast vera að opnast með meiri hraða en áður og virðist stærsta breytingin hafa átt sér stað í því eftir að gígur númer 3 fór að gjósa.
Yfirlit yfir nýjar gossprungur í Fagradalsfjalli hingað til.
Tíminn sem er á milli þess að nýjar sprungur opnast virðist vera á milli 3 til 4 dagar eins og er. Mig grunar að það gæti breyst fljótlega og án mikillar viðvörunnar. Það er einnig möguleiki á því að nýjar sprungur sem munu opnast í framtíðinni verði stærri og lengri en hefur verið að gerast síðustu daga eftir því sem eldgosið varir lengur. Það virðast vera stigsbreytingar í eldgosinu sem er núna í Fagradalsfjalli. Ég er ekki viss hvaða stig eldgosið er í núna þar sem ég hef aldrei sé svona hegðun í eldgosi áður og mér er ekki kunnugt um svona hegðun í eldgosi í neinni eldstöð erlendis frá þessa stundina.
Grein uppfærð klukkan 22:58. Grein uppfærð klukkan 16:04 þann 10-Apríl-2021
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.