Stór jarðskjálfti fyrir norðan

Rétt í þessu varð stór jarðskjálfti yfir norðan á Tjörnesbrotabeltinu. Nánari upplýsingar koma eftir smá stund. Ég er að giska á að stærðin sé 5,5 til 6,5 miðað við útslagið á jarðskjálftamælunum hjá mér. Hægt er að sjá jarðskjálftamælana hjá mér hérna.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í dag klukkan 05:25 hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Jarðskjálftanir eiga sér stað á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálfti dagins náði stærðinni 2,8. Engir stærri jarðskjálftar hafa átt sér stað ennþá.

130331_1945
Jarðskjálftanir á Tjörnesbrotabeltinu núna í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og því er þetta ekki óvanaleg virkni. Þessir jarðskjálftar tengjast ekki neinni eldgosavirkni eða eldfjalli svo að ég viti til. Ef eitthvað meiriháttar gerist. Þá mun ég setja inn bloggfærslu um það eins fljótt og hægt er.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu í nótt (10.03.2013)

Í nótt (10.03.2013) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Fyrsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,8 og fannst vel í næsta nágrenni við upptökin samkvæmt fréttum. Í kjölfarið fylgdu svo í kringum 20 eftirskjálftar. Flest allir minni en 2,0 að stærð.

130310_1510
Upptök jarðskjálftahrinunar. Stjarnan er jarðskjálftin upp á 3,8. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

130310_1510_mag_trace
Þessi hérna myndir sínir vel hvernig jarðskjálftahrinan hófst og stærðir jarðskjálftana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bhrz.svd.15.30.utc.10.03.2013
Jarðskjálftin með stærðina 3,8 eins og hann kom fram á jarðskjálftamæli hjá mér. Þessi myndir er undir CC leyfi. Það er frjálst að nota þessa mynd svo lengi sem höfundar er getið.

Sá jarðskjálftamælir sem ég er með fyrir norðan mældi þennan jarðskjálfta mjög vel. Það er hægt að skoða vefsíðuna sem sýnir gögn frá jarðskjálftamælum hérna. Það er erfitt að spá nákvæmlega til um hvað muni gerast næst þarna. Frekari jarðskjálftavirkni er þó ekki útilokuð. Tjörnesbrotabeltið er mjög virkt jarðskjálftasvæði almennt séð og því ætti frekari jarðskjálftavirkni þarna ekki að koma á óvart.

Jarðskjálfti með stærðina 3.2 á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (29.01.2013) klukkan 04:03 varð jarðskjálfti með stærðina 3.2. Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta fylgdu síðan nokkrir eftirskjálftar. Þessi jarðskjálfti fannst ekki samkvæmt frétt Morgunblaðsins og tilkynningu frá Veðurstofunni.

130129_2335
Jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn er þar sem græna stjarnan er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að stór jarðskjálfti sé að fara skella á Tjörnesbrotabeltinu. Þrátt fyrir mikla spennu sem er núna uppsöfnuð á Tjörnesbrotabeltinu. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið eins og er. Það er ómögurlegt að vita hvort að jarðskjálfthrinan tekur sig upp aftur eða ekki. Slæmt veður á Íslandi hefur komið í veg fyrir nákvæmar mælingar á jarðskjálftavirkni undanfarna daga.

Fréttir af jarðskjálftanum

Jarðskjálfti við Flatey (mbl.is)