Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu í nótt (10.03.2013)

Í nótt (10.03.2013) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Fyrsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,8 og fannst vel í næsta nágrenni við upptökin samkvæmt fréttum. Í kjölfarið fylgdu svo í kringum 20 eftirskjálftar. Flest allir minni en 2,0 að stærð.

130310_1510
Upptök jarðskjálftahrinunar. Stjarnan er jarðskjálftin upp á 3,8. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

130310_1510_mag_trace
Þessi hérna myndir sínir vel hvernig jarðskjálftahrinan hófst og stærðir jarðskjálftana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bhrz.svd.15.30.utc.10.03.2013
Jarðskjálftin með stærðina 3,8 eins og hann kom fram á jarðskjálftamæli hjá mér. Þessi myndir er undir CC leyfi. Það er frjálst að nota þessa mynd svo lengi sem höfundar er getið.

Sá jarðskjálftamælir sem ég er með fyrir norðan mældi þennan jarðskjálfta mjög vel. Það er hægt að skoða vefsíðuna sem sýnir gögn frá jarðskjálftamælum hérna. Það er erfitt að spá nákvæmlega til um hvað muni gerast næst þarna. Frekari jarðskjálftavirkni er þó ekki útilokuð. Tjörnesbrotabeltið er mjög virkt jarðskjálftasvæði almennt séð og því ætti frekari jarðskjálftavirkni þarna ekki að koma á óvart.