Minniháttar jarðskjálftahrina í Skjaldbreið

Í nótt hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Skjaldbreið (líklega hluti af Presthnjúkar eldstöðinni). Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina. Stærst jarðskjálftinn hingað til er eingöngu með stærðina 1,9. Óróagröf Veðurstofu Íslands hinsvegar benda til þess að fleiri minni jarðskjálftar eigi sér stað þarna en þeir koma ekki inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofunar vegna skorts á jarðskjálftamælum á þessu svæði.

130316_1600
Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

asb.svd.16.03.2013.16.08.utc
Óróagraf Veðurstofu Íslands sem bendir til að fleiri jarðskjálftar eigi sér stað án þess að þeir komi fram. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu. Nú þegar hefur þessi jarðskjálftahrina stoppað í nokkra klukkutíma áður en næsti jarðskjálfti kom fram. Jarðskjálftavirkni er algeng á þessu svæði. Þar sem þetta svæði er á plötuskilunum milli evrasíuflekans og ameríkuflekans.