Þann 9-Júlí-2015 hófst jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Í kringum 50 jarðskjálftar hafa mælst og enginn þeirra hefur verið stærri en 2,0. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er mín skoðun að Tungnafellsjökull sé farinn að undirbúa eldgos. Alveg óháð því hvað gerist í Bárðarbungu á næstunni (eldgosahrinunni er ekki lokið í Bárðarbungu, þó svo að hlé sé núna í gangi). Síðan er ljóst á tímanum síðan þessi virkni hófst að þetta hefur verið að gerast í eldstöðinni í talsverðan tíma. Jarðskjálftavirkni fór að aukast í Tungnafellsjökli árið 2012 og hefur verið að aukast síðan hægt og rólega. Eldgosið og öll virknin í Bárðarbungu virðist hafa gefið Tungnafellsjökli aukin kraft og orku, þó eru tengsl þessara tveggja eldfjalla ekki þekkt og óvíst hvernig þau hugsanlega tengjast.
Jarðskjálftavirknin bendir til þess að þetta mun þróast með svipuðum hætti og vikunar áður en það fór að gjósa í Eyjafjallajökli árið 2010. Þróunin verður svipuð en ekki alveg eins, það er hinsvegar ljóst að þegar nær dregur þá mun jarðskjálftavirknin aukast umtalsvert. Hvenær það mun gerast veit ég ekki. Það eru einnig góðar líkur á því að ekkert muni gerast í Tungnafellsjökli.