Í fréttum í gær (21-Júlí-2015) kom fram að aukinn jarðhiti hefði mælst í Surtsey miðað við síðustu mælingu sem var tekin fyrir tveim til þrem árum síðan. Breytingin nemur tíu gráðum. Tilgátan er sú að jarðhitinn hafi aukist í kjölfarið á jarðskjálfta sem átti sér stað í Surtsey síðasta vor (2015). Það hafa orðið fáir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfinu sem er kennt við Vestmannaeyjar undanfarin ár, engar jarðskjálftahrinur hafa átt sér stað í Vestmanneyjum (eða í kringum Vestmannaeyjar) síðustu ár.
Það er ljóst að aukinn jarðhiti í Surtsey þýðir að kvika er á ferðinni í eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja. Hinsvegar er þetta ferli sem er hafið ekki komið nógu langt fram til þess að hægt sé að átta sig á því hvort að eldgos sé yfirvofandi eða ekki. Aukinn jarðhiti í Surtsey þýðir ekki að farið sé að styttast í eldgos eldstöðvarkerfi Vestmanneyja. Þar sem eldstöðvar hita oft upp jarðveginn og hann kólnar síðan aftur án þess að nokkur skapaður hlutur gerist. Mesta hættan er núna mögulegar gufusprengingar í Surtsey og stafar eingöngu fuglalífinu og plöntulífinu hætta af slíku á sumrin.
Fréttir af auknum jarðhita
Nýjar tegundir finnast í Surtsey (Rúv.is)