Staðan á jarðskjálftahrinunni í Prestahnúki

Jarðskjálftahrinan við Prestahnúk heldur áfram, þó svo að jarðskjálftahrinan liggi niðri oft klukkutímum saman. Misgengið sem er núna að færa sig er með lengdina frá 5 km og upp í 15 km. Stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina 3,5 og síðan 3,0 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Stærsti jarðskjálftinn fannst í nálægum bæjum og þéttbýlisstöðum.

151214_1715
Jarðskjálftahrinan í suðurhluta Langjökuls (Prestahnúki). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni muni halda áfram næstu daga og vikur.

sil_langj.week.50
Jarðskjálftavirknin á þessu svæði síðan árið 1991 (gráir hringir). Rauðir hringir er núverandi jarðskjálftahrina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Myndin að ofan er af vikulegu yfirliti Veðurstofunar fyrir viku 50. Hægt er að skoða vefsíðuna í heild sinni hérna.