Hef verið að mæla jarðskjálfta í 10 ár

Í upphafi árs 2006 byrjaði ég að mæla jarðskjálfta, á þeim tíma bjó ég á Hvammstanga (og geri það þessa stundina, en ég mun fljótlega flytja aftur til Danmerkur). Fyrsti vélbúnaðurinn sem ég fékk var hátíðni-mælir fyrir jarðskjálfta, ásamt magnaraborði og vélbúnaði sem breytir hliðrænu merki yfir í stafrænt merki. Sá vélbúnaður er ennþá í notkun í Heklubyggð til að mæla jarðskjálfta á suðurlandinu. Seinni búnaðurinn sem ég fékk er einnig með þrjár lágtíðni rásir fyrir jarðskjálftamæla eins og Lehman jarðskjálftamælinn. Ég veit ekki ennþá hvort að ég muni nokkurtímann eignast svona jarðskjálftamæli en ég vonast til þess einn daginn, sérstaklega þar sem ég hef verið að þróa minn eigin staðal í jarðskjálftamælinum síðustu 10 árin. Ég stefni á að kaupa Volksmeter II jarðskjálftamæla þegar ég hef efni á þeim og er fluttur aftur til Danmerkur. Einn fyrir hvora stefnu, áttinar Austur-Vestur og síðan Norður-Suður. Það er ekki hægt að fá lóðrétta (Z) stefnu fyrir þessa gerð af jarðskjálftamælum. Ólíkt þeim jarðskjálftamælum sem ég er núna með, þá eru þetta lágtíðni jarðskjálftamælar sem henta mjög vel til þess að mæla jarðskjálfta sem eiga sér stað mjög langt í burtu. Ég ætti að geta mælt jarðskjálfta niður í 4,0 í rúmlega 400 km fjarlægð (hámarks fjarlægð).

Ég veit ekki hversu marga jarðskjálfta ég hef mælt síðustu 10 árin en fjöldinn er eitthvað í kringum 10.000 til 20.000 jarðskjálftar. Á þessu tímabili hef ég mælt jarðskjálfta frá tveim eldgosum, í Eyjafjallajökli (2010) og síðan úr Bárðarbungu (2014 – 2015). Ég mældi ekki marga jarðskjálfta frá eldgosinu í Grímsfjöllum árið 2011, eða smágosinu í Kötlu sama ár (það er mín skoðun að þarna hafi orðið smá eldgos í Kötlu, þó svo að jarðvísindamenn séu á annari skoðun).

Stærsti jarðskjálftinn sem ég hef mælt á þessu tímabili var jarðskjálfti með stærðina 9,0 í Japan árið 2012. Annar stærsti jarðskjálftinn sem ég hef mælt var með stærðina 8,3 í nágrenni við Alaska (ég man ekki nákvæmlega hvar staðsetning var). Á síðustu 10 árum hef ég séð allar gerðir jarðskjálfta og allar gerðir jarðskjálftahrina á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með.

Næstu 10 árin

Ég veit ekki hvað gerist næstu 10 árin. Ég veit ekki hversu lengi ég get haldið áfram að mæla jarðskjálfta á Íslandi, þar sem það hefur reynst mjög erfitt að halda búnaðinum í gangi í fjarvinnslu og þar að auki þá kosta 3G tengingar og það er erfitt að viðhalda þeim ef eitthvað bilar. Breytingar eiga sér einnig stað sem ég hef ekki neina stjórn á og það hefur áhrif á þá möguleika sem ég hef til þess að reka þá jarðskjálftamæla sem ég er núna með. Þessar breytingar sem munu eiga sér stað með tímanum þýða að ég mun ekki geta haldið rekstri þessara jarðskjálftamæla endalaust. Þegar mest var þá var ég með fjóra jarðskjálftamæla í gangi á Íslandi. Þegar ég er fluttur aftur til Danmerkur þá mun ég kveikja á jarðskjálftamæli þar, síðar mun ég síðan bæta við Volksmeter II jarðskjálftamælum.

Ég mun halda áfram að mæla jarðskjálfta, þó svo að ég muni hætta að mæla jarðskjálfta á Íslandi með tímanum vegna breytinga sem ég hef enga stjórn á. Breytingar munu eiga sér stað og ég veit ekki hvaða breytingar munu verða á þessu hjá mér.

Núverandi staða

Eins og staðan hjá mér er núna þá er aðal-jarðskjálftatölvan mín ekki í gangi vegna húsnæðisleysis á Íslandi síðasta 1 ár + 2 mánuði (núna í dag) þann tíma sem ég hef búið á Íslandi. Ég mun kveikja aftur á aðal-jarðskjálftatölvunni þegar ég flyt aftur til Danmerkur á næstu mánuðum.

Staðan á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu þann 21-Janúar-2016

Í dag (21-Janúar-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti varð klukkan 04:01 og kom á eftir jarðskjálfta með stærðina 3,1. Þriðji stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,0. Í þetta skiptið fór jarðskjálftahrinan næst Kópaskeri af stað en sú jarðskjálftahrina hófst fyrir nokkrum dögum síðan. Það urðu þrír jarðskjálftar sem voru stærri en þrír. Þessi jarðskjálftahrina fór af stað um klukkan 02:30 eftir rólegan dag þar á undan og um klukkan 06:00 fór að draga úr jarðskjálftum aftur. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi en það virðist hægt draga úr jarðskjálftahrinunni þessa stundina. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Kópaskeri.

160121_2035
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur á þessu svæði innan Tjörnesbrotabeltisins eru mjög algengar og þarna verða nokkrar hrinur venjulega á hverju ári. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram næstu daga. Hættan á frekari jarðskjálftum sem eru stærri en 3,0 er frekar mikil eins og staðan er núna. Það er ekki hægt að segja til um það með neinni vissu hvort að þessi jarðskjálftahrina muni virkja nálæg misgengi eins og gerist stundum á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er ekki tengd neinu eldfjalli eða kvikuhreyfingum. Hérna er eingöngu um að ræða losun stress vegna landreks Íslands.

Ef frekari virkni verður á Tjörnesbrotabeltinu þá mun ég uppfæra þessa grein.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (Vika 03/2016)

Í dag (20-Janúar-2016) klukkan 13:05 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina kom mér ekki á óvart þar sem ég hafði búist við henni vegna vísbendinga sem ég sá þann 17 og 18 Janúar (nánar neðar í greininni). Ég var ekki viss um hvort að þessi jarðskjálftahrina mundi eiga sér stað.

160120_1915
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu þann 20-Janúar-2016. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,6 og er það aukning í stærð jarðskjálfta sem varð í Bárðarbungu fyrir tveim vikum síðan á sama svæði. Það lítur út fyrir að þessi jarðskjálfti hafi myndast vegna kviku undir miklum þrýstingi (það eru einkennandi lágtíðni í þessum jarðskjálfta).

von.svd.20.01.2016.at.19.04.utc
Óróaplottið á Vonarskarð SIL stöðinni, sem er næst Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef tekið eftir og látið Veðurstofu Íslands vita af þessu fyrir nokkrum dögum síðan. Nokkru áður en jarðskjálftahrina verður þá verður breyting á óróanum á Vonarskarði á 2 – 4Hz. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum núna. Síðast gerðist þetta 17 og 18 Janúar. Ég er ekki viss um afhverju þetta gerist. Ein hugmyndin er sú að kvikan sé undir yfir-þrýstingi þegar það kemur inn í kvikuhólfið og það valdi því að gasið losnar úr kvikunni í kvikuhólfinu, við þetta safnast gasið efst í kvikuhólfinu og myndar þar froðu úr kviku, þegar eldgosið loksins yrði þá yrði mikið sprengigos og kvikan sem mundi myndast yrði mjög gasrík kvika (sjá hérna á ensku. Ég þekki ekki vísindanafnið á þessu fyrirbæri). Þetta er eina hugmyndin sem ég hef um það hvað gæti hugsanlega verið í gangi í Bárðarbungu. Þessi hugmynd gæti þó verið röng og er það aðeins tíminn sem segir til um það hvað mun gerast í Bárðarbungu. Þær vísbendingar sem eru að koma fram núna benda til þess að kvika sé að fylla upp kvikuhólf í Bárðarbungu, það kvikuhólf gæti verið stórt og átt talsvert pláss eftir en líklegt er að það pláss sé að verða búið mjög fljótlega miðað við aukninguna í jarðskjálftahrinum á þessu svæði. Það væri mun meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu ef eldgos væri að hefjast.

Ef eitthvað meira gerist í Bárðarbungu þessa viku. Þá mun ég uppfæra þessa grein. Ef það verður eldgos, þá verður ný grein skrifuð.

Viðbót 1

Í dag (21-Janúar-2016) varð lítið kvikuinnskot í öskju Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessu kvikuinnskoti hafði stærðina 2,8 og dýpið var 2,5 km. Þetta var stutt og lítill atburður.

160121_1735
Kvikuinnskotið í öskju Bárðarbungu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að finna út hvað þessi atburður þýðir nákvæmlega en líklegt er að kvikan sé búinn að finna veikleika í jarðskorpunni sem er í öskju Bárðarbungu. Það sem er hinsvegar ljóst er að kvikan er að reyna brjóta sér leið út með því að mynda leið upp á yfirborðið. Ef jarðskjálftar verða reglulegir þarna þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur. Þetta er annar veiki bletturinn sem hefur myndast í öskju Bárðarbungu, hinn er í norð-austur hluta Bárðarbungu og hefur verið að valda jarðskjálftum sem eru þrír eða stærri frá því í September-2015.

Grein uppfærð klukkan 01:52 þann 21-Janúar-2016. Villa í dagsetningu leiðrétt.
Grein uppfærð klukkan 21:12 þann 21-Janúar-2016.

Staðan á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu þann 18-Janúar-2016

Síðan 12-Janúar-2016 hefur verið jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu, þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þó svo að dregið hafi talsvert úr henni síðustu daga. Stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 3,3 og dýpið 17,8 km. Fjöldi jarðskjálfta síðustu 48 klukkutímana er aðeins 53.

160118_2235
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki gott að segja til um það hversu lengi þessi jarðskjálftarhrina mun halda áfram á Tjörnesbrotabeltinu. Þó má búast við því að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram næstu daga hið minnsta. Síðan er það spurning hvort að ný jarðskjálftahrina muni hefjast í kjölfarið á þeirri jarðskjálftahrinu sem núna er í gangi á Tjörnesbrotabeltinu, það gerist stundum á þessu svæði.

Staðan á Tjörnesbrotabeltinu þann 15-Janúar-2016

Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 219 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið á þessum tíma hafði stærðina 3,2 með dýpið 6,2 km. Dýpi jarðskjálftanna þýðir að hérna er um að ræða brotajarðskjálfta og að þeir eigi ekki upptök sín í kvikuhreyfingum. Það er ekkert sem bendir til þess að það muni breytast.

160115_1405
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ný jarðskjálftahrina er einnig hafin sunnan við jarðskjálftahrinuna sem hófst þann 12-Janúar-2016. Sú jarðskjálftahrina er ennþá mjög lítil en mjög þétt í fjölda jarðskjálfta sem hafa mælst. Báðar þessar jarðskjálftahrinur eru litlar eins og stendur. Það misgengi sem þessi jarðskjálftahrina á sér stað á færist um 20mm/ári í hægri handar hreyfingu. Rekið er 5mm/ári. Árið 2013 varð þarna mjög stór jarðskjálftahrina á nákvæmlega sama misgengi (hægt er að lesa um það hérna og um upptök jarðskjálftahrinunnar hérna). Það er ekki hægt að útiloka að stærri jarðskjálftar verði á þessu misgengi. Þar sem núverandi jarðskjálftavirkni útilokar það ekki.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (12-Janúar-2016) hófst jarðskjálftahrina á suðurhluta Tjörnesbrotabeltsins. Jarðskjálftahrinan var mjög lítil að stærð og stærsti jarðskjálftinn var eingöngu með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað þarna voru minni að stærð. Þessa stundina hafa 92 jarðskjálftar mælst og síðustu klukkutímana hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni. Hugsanlegt er að virknin í jarðskjálftahrinunni aukist aftur, það er hinsvegar möguleiki á því að þessi jarðskjálftahrinan hætti alveg.

160113_1710
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu, þannig að ég skrifa oft um þetta svæði. Þarna geta orðið eldgos (samkvæmt sögulegum gögnum), það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að það sé raunin núna. Það er hætta á sterkari jarðskjálftum á þessu svæði eins og stendur. Fyrir 40 árum síðan varð jarðskjálfti með stærðina 6,0 á þessu svæði (aðeins austar miðað við núverandi jarðskjálftahrinu), fréttir af þessum jarðskjálfta fyrir 40 árum síðan er að finna hérna.

Jarðskjálftar í Heklu

Síðustu nótt (11-Janúar-2016) urðu litlir jarðskjálftar í Heklu. Enginn af þessum jarðskjálftum náði stærðinni 2,0.

160111_1600
Jarðskjálftarnir í Heklu (til hægri). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn önnur virkni kom þarna fram í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Engin breyting hefur orðið á óróa síðustu 24 klukkutíma síðan þessir jarðskjálftar áttu sér stað. Eins og þetta lítur út núna þá virðast þessir jarðskjálftar eiga uppruna sinn í spennubreytingum í Heklu og á þessu svæði.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (vika 01 2016)

Núverandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu mun gerast reglulega þangað til að næsta eldgos verður. Vegna þess mun ég ekki skrifa um allar þær jarðskjálftahrinur sem munu eiga sér stað í Bárðarbungu, ég mun helst skrifa um jarðskjálftahrinur þar sem jarðskjálftar verða stærri en 3,0 verða. Staðan í Bárðarbungu er að verða flóknari vegna aukinnar virkni kviku á miklu dýpi og einnig vegna þess að kvikan er að búa sér til leiðir upp á yfirborðið á mörgum nýjum stöðum. Síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk þá hefur jarðskjálftum verið að fjölga í Bárðarbungu á undanförnum mánuðum. Þetta sést best á því að næstum því hverri viku verða jarðskjálftar sem ná stærðinni 3,0 eða sterkari í Bárðarbungu. Það hefur einnig verið að koma fram djúp jarðskjálftavirkni undir Trölladyngju Í upphafi var jarðskjálftavirknin á 28 km dýpi en er núna komin upp í rúmlega 20 km dýpi, það ferli tók aðeins 1,5 til 2,5 mánuði (mjög stuttur tími). Það er mín skoðun að þessi jarðskjálftavirkni í Trölladyngju sé áhyggjuefni. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan stoppi og komist ekki upp á yfirborðið í Trölladyngju. Ef kvikan kemst mjög nærri yfirborðinu án þess að gjósa þá gæti myndast ný hæð eða háhitasvæði. Hvað svo sem gerist á þessu svæði verður áhugavert.

160110_2155
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í gær (10-Janúar-2016). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Seinna vandamálið sem er að koma fram núna er Loki-Fögrufjöll einnig þekkt sem Hamarinn. Jarðskjálftinn sem átti sér stað í Hamarinum var með stærðina 3,2 og dýpið 0,7 km. Í Bárðarbungu varð einnig jarðskjálfti með stærðina 3,2 og dýpið 0,1 km. Hamarinn er flókin eldstöð með grunn kvikuhólf. Eftir síðasta jökulhlaup úr skaftárkötlum var ljóst að jarðhitasvæðið er að stækka og að auka virkni sína. Það þýðir að aukin orka er að flæða inn í jarðhitasvæðin í Hamrinum. Það gerist eingöngu þegar ný og heitari kvika kemur inn í eldstöðina. Þessi breyting er varasöm, bæði til styttri og lengri tíma. Til styttri tíma þýðir þetta að mínu áliti að aukin hætta sé á litlum eldgosum í Hamrinum. Hættan að stórum eldgosum hefur einnig aukist við þessa breytingu í Hamrinum. Síðasta stóra eldgos í Hamrinum varð árið 1910 í Júní til Október 1910. Síðasta litla eldgos í Hamrinum varð í Júlí 2011 að mínu áliti. Það eldgos hefur ekki verið staðfest af jarðfræðingum og ég veit ekki afhverju það er raunin. Jökul-flóð fylgdi því litla eldgosi.

Til þess að auka flækjustigið þá er hætta á eldgosum á svæðum þar sem ekki hefur gosið áður, þar sem hætta er á því að nýjar sprungur opnist án mikils fyrirvara í nágrenni við Bárðarbungu. Einnig sem að kvikuinnskot gætu farið á ný svæði án nokkurs fyrirvara. Það er hugsanlegt að núverandi eldgosatímabil í Bárðarbungu vari næstu 20 árin. Eldgosatímabilið sem hófst árið 1862 lauk ekki fyrr en árið 1910. Nýjasta eldgosatímabilið hófst árið 2014 og það er ennþá í gangi. Lengsta eldgosatímabilið sem ég sé í gögnum GVP (Global Volcanism Program) hófst árið 1697, en því lauk ekki fyrr en 1797.

Virkni í Heklu

Í dag varð stakur jarðskjálfti með stærðina 1,7 í Heklu. Engin frekari jarðskjálftavirkni varð í Heklu á kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Frostabrestir

Síðastliðinn sólarhring hefur verið mjög kalt á Íslandi. Þetta hefur valdið frostabrestum víða á landinu undanfarinn sólarhring. Þeir geta komið fram sem hærri órói á SIL stöðvum (bláa bandið). Einnig sem að frostabrestir geta komið fram sem mjög litlir jarðskjálftar á mælakorti Veðurstofu Íslands.

Nýjir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (04-Janúar-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,3 og 3,2. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

160104_1855
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu, grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftana með stærðina 3,2 og 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpsti jarðskjálftinn varð í gær (03-Janúar-2016) og var hann með dýpið 21,5 km og var stærð þessa jarðskjálfta 2,6. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu hefur verið tengd við kvikusöfnun sem á sér stað núna í einu kvikuhólfi í eldstöðinni (þar sem jarðskjálftavirknin er núna að eiga sér stað). Þetta er samkvæmt Kristínu Jónsdóttur í frétt á Rúv í dag. Umrætt kvikuhólf er á 10 til 15 km dýpi inní Bárðarbungu sem er að fyllast og þenjast út núna og það gæti endað í eldgosi. Þó er ekki vitað hvenær eða hvar slíkt eldgos yrði núna í dag.

Frétt Rúv

Kvikusöfnun skýri skjálftavirkni í Bárðarbungu (Rúv.is)

Uppfærsla 1

Í nótt klukkan 01:24 þann 05-Janúar-2016 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Bárðarbungu. Þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað í Bárðarbungu undanfarið hafa verið lágtíðniskjálftar og það sést vel á því að SIL kerfið á erfitt með að ákvarða rétta stærð á þeim jarðskjálftum sem þarna eiga sér stað (jarðskjálftar á brotabelti eru oftast metnir sjálfvirkt með rétta stærð).

160105_1055
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu þeirra jarðskjálfta sem eru 3,0 eða stærri að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú jarðskjálftavirkni sem á sér núna stað í Bárðarbungu er mjög snögg. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Bárðarbungu á þessari stundu. Þar sem ekki er um að ræða samfellda jarðskjálftavirkni. Hinsvegar bendir þessi jarðskjálftavirkni til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast mjög hratt í kvikuhólfi sem er staðsett í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Hvenær það gýs er spurning sem ekki er hægt að svara á þessari stundu. Það eina sem hægt er að gera er að fylgjast með og sjá til hvernig þetta þróast.

Grein uppfærð klukkan 11:49 þann 05-Janúar-2016.

Tvær litlar jarðskjálftahrinur í dag á Reykjaneshrygg og Tjörnesbrotabeltinu

Nýja árið (2016) byrjar með tveim litlum jarðskjálftahrinum á Íslandi. Báðar jarðskjálftahrinur voru litlar, bæði í fjölda jarðskjálfta og stærð jarðskjálfta.

Reykjaneshryggur

Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg hófst klukkan 09:08 og var lokið klukkan 11:24. Ég tel að þessari jarðskjálftahrinu sé ekki lokið, þó svo að hún hafi stoppað í augnablikinu. Það er mjög erfitt að vita fyrir víst hvenær jarðskjálftahrinu er lokið og hvenær ekki á Reykjaneshryggnum, þar sem jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru mjög flóknar og stundum hefjast stærri jarðskjálftahrinur þarna í kjölfarið á litlum jarðskjálftahrinum.

160103_1545
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 2,1. Jarðskjálftahrinan á sér stað í eldstöð sem gaus síðast árið 1926 samkvæmt Global Volcanism Program. Ég tel hinsvegar líklegt að þessi jarðskjálftavirkni sé ekki tengd eldstöðinni, heldur sé þarna um að ræða hefðbundna rek-jarðskjálfta sem verða mjög oft á Reykjaneshrygg.

Tjörnesbrotabeltið

Seinni jarðskjálftahrinan sem átti sér stað í dag varð á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina var einnig mjög lítil að styrkleika og stærð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Þessi jarðskjálftahrina var einnig mjög djúp og varð dýpsti jarðskjálftinn á 21,9 km dýpi (ef jarðskjálftinn varð almennilega staðsettur). Þetta bendir til þess að kvika hafi verið hérna að verki. Þessi jarðskjálftahrina varð í eldstöð sem síðast gaus árið 1868 eftir því sem best er vitað. Það eru tvær eldstöðvar á þessu svæði og það er ekki vitað almennilega hvort þessara eldstöðva gaus árið 1868.

160103_1640
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálatahrinan er ennþá í gangi á Tjörnesbrotabeltinu. Það er stór spurning hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun aukast eða minnka. Ef jarðskjálftahrinan eykst þá er stór spurning hvort að jarðskjálftavirknin þarna mun hafa áhrif á nærliggjandi misgengi og koma af stað jarðskjálftahrinum í þeim. Eins og staðan þá hefur það ekki gerst en það er mjög erfitt að vita hvora leiðina þetta muna fara.