Í upphafi árs 2006 byrjaði ég að mæla jarðskjálfta, á þeim tíma bjó ég á Hvammstanga (og geri það þessa stundina, en ég mun fljótlega flytja aftur til Danmerkur). Fyrsti vélbúnaðurinn sem ég fékk var hátíðni-mælir fyrir jarðskjálfta, ásamt magnaraborði og vélbúnaði sem breytir hliðrænu merki yfir í stafrænt merki. Sá vélbúnaður er ennþá í notkun í Heklubyggð til að mæla jarðskjálfta á suðurlandinu. Seinni búnaðurinn sem ég fékk er einnig með þrjár lágtíðni rásir fyrir jarðskjálftamæla eins og Lehman jarðskjálftamælinn. Ég veit ekki ennþá hvort að ég muni nokkurtímann eignast svona jarðskjálftamæli en ég vonast til þess einn daginn, sérstaklega þar sem ég hef verið að þróa minn eigin staðal í jarðskjálftamælinum síðustu 10 árin. Ég stefni á að kaupa Volksmeter II jarðskjálftamæla þegar ég hef efni á þeim og er fluttur aftur til Danmerkur. Einn fyrir hvora stefnu, áttinar Austur-Vestur og síðan Norður-Suður. Það er ekki hægt að fá lóðrétta (Z) stefnu fyrir þessa gerð af jarðskjálftamælum. Ólíkt þeim jarðskjálftamælum sem ég er núna með, þá eru þetta lágtíðni jarðskjálftamælar sem henta mjög vel til þess að mæla jarðskjálfta sem eiga sér stað mjög langt í burtu. Ég ætti að geta mælt jarðskjálfta niður í 4,0 í rúmlega 400 km fjarlægð (hámarks fjarlægð).
Ég veit ekki hversu marga jarðskjálfta ég hef mælt síðustu 10 árin en fjöldinn er eitthvað í kringum 10.000 til 20.000 jarðskjálftar. Á þessu tímabili hef ég mælt jarðskjálfta frá tveim eldgosum, í Eyjafjallajökli (2010) og síðan úr Bárðarbungu (2014 – 2015). Ég mældi ekki marga jarðskjálfta frá eldgosinu í Grímsfjöllum árið 2011, eða smágosinu í Kötlu sama ár (það er mín skoðun að þarna hafi orðið smá eldgos í Kötlu, þó svo að jarðvísindamenn séu á annari skoðun).
Stærsti jarðskjálftinn sem ég hef mælt á þessu tímabili var jarðskjálfti með stærðina 9,0 í Japan árið 2012. Annar stærsti jarðskjálftinn sem ég hef mælt var með stærðina 8,3 í nágrenni við Alaska (ég man ekki nákvæmlega hvar staðsetning var). Á síðustu 10 árum hef ég séð allar gerðir jarðskjálfta og allar gerðir jarðskjálftahrina á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með.
Næstu 10 árin
Ég veit ekki hvað gerist næstu 10 árin. Ég veit ekki hversu lengi ég get haldið áfram að mæla jarðskjálfta á Íslandi, þar sem það hefur reynst mjög erfitt að halda búnaðinum í gangi í fjarvinnslu og þar að auki þá kosta 3G tengingar og það er erfitt að viðhalda þeim ef eitthvað bilar. Breytingar eiga sér einnig stað sem ég hef ekki neina stjórn á og það hefur áhrif á þá möguleika sem ég hef til þess að reka þá jarðskjálftamæla sem ég er núna með. Þessar breytingar sem munu eiga sér stað með tímanum þýða að ég mun ekki geta haldið rekstri þessara jarðskjálftamæla endalaust. Þegar mest var þá var ég með fjóra jarðskjálftamæla í gangi á Íslandi. Þegar ég er fluttur aftur til Danmerkur þá mun ég kveikja á jarðskjálftamæli þar, síðar mun ég síðan bæta við Volksmeter II jarðskjálftamælum.
Ég mun halda áfram að mæla jarðskjálfta, þó svo að ég muni hætta að mæla jarðskjálfta á Íslandi með tímanum vegna breytinga sem ég hef enga stjórn á. Breytingar munu eiga sér stað og ég veit ekki hvaða breytingar munu verða á þessu hjá mér.
Núverandi staða
Eins og staðan hjá mér er núna þá er aðal-jarðskjálftatölvan mín ekki í gangi vegna húsnæðisleysis á Íslandi síðasta 1 ár + 2 mánuði (núna í dag) þann tíma sem ég hef búið á Íslandi. Ég mun kveikja aftur á aðal-jarðskjálftatölvunni þegar ég flyt aftur til Danmerkur á næstu mánuðum.