Staðan á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu þann 21-Janúar-2016

Í dag (21-Janúar-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti varð klukkan 04:01 og kom á eftir jarðskjálfta með stærðina 3,1. Þriðji stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,0. Í þetta skiptið fór jarðskjálftahrinan næst Kópaskeri af stað en sú jarðskjálftahrina hófst fyrir nokkrum dögum síðan. Það urðu þrír jarðskjálftar sem voru stærri en þrír. Þessi jarðskjálftahrina fór af stað um klukkan 02:30 eftir rólegan dag þar á undan og um klukkan 06:00 fór að draga úr jarðskjálftum aftur. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi en það virðist hægt draga úr jarðskjálftahrinunni þessa stundina. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Kópaskeri.

160121_2035
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur á þessu svæði innan Tjörnesbrotabeltisins eru mjög algengar og þarna verða nokkrar hrinur venjulega á hverju ári. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram næstu daga. Hættan á frekari jarðskjálftum sem eru stærri en 3,0 er frekar mikil eins og staðan er núna. Það er ekki hægt að segja til um það með neinni vissu hvort að þessi jarðskjálftahrina muni virkja nálæg misgengi eins og gerist stundum á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er ekki tengd neinu eldfjalli eða kvikuhreyfingum. Hérna er eingöngu um að ræða losun stress vegna landreks Íslands.

Ef frekari virkni verður á Tjörnesbrotabeltinu þá mun ég uppfæra þessa grein.