Staðan á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu þann 18-Janúar-2016

Síðan 12-Janúar-2016 hefur verið jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu, þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þó svo að dregið hafi talsvert úr henni síðustu daga. Stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 3,3 og dýpið 17,8 km. Fjöldi jarðskjálfta síðustu 48 klukkutímana er aðeins 53.

160118_2235
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki gott að segja til um það hversu lengi þessi jarðskjálftarhrina mun halda áfram á Tjörnesbrotabeltinu. Þó má búast við því að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram næstu daga hið minnsta. Síðan er það spurning hvort að ný jarðskjálftahrina muni hefjast í kjölfarið á þeirri jarðskjálftahrinu sem núna er í gangi á Tjörnesbrotabeltinu, það gerist stundum á þessu svæði.