Ég er loksins kominn aftur í netsamband. Ég mun setja inn nýjar greinar um það sem er að gerast á Íslandi mjög fljótlega.
Lítið internet samband frá 15 til 29 Apríl
Þar sem ég er að flytja aftur til Danmerkur þá verð ég í litlu internet sambandi milli 15 til 29 Apríl. Það getur verið að ég muni hafa eitthvað internet samband á þessum tíma en það er engann veginn víst. Ég mun ekki geta skrifað um þá atburði sem verða á Íslandi á þessum tíma eða fylgst almennilega með því sem er að gerast.
Hægt verður að setja athugasemdir hingað inn ef eitthvað gerist á Íslandi. Ég mun síðan reyna að setja inn nýja grein áður en athugasemdir lokast sjálfkrafa eftir 14 daga.
Vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu
Í gær (12-Apríl-2016) klukkan 22:26 varð vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu í þessari hrinu voru minni að stærð.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er orðin nærri því vikulegur atburður og það verða oft einn til tveir jarðskjálftar sem verða stærri en þrír. Ég reikna með að núverandi jarðskjálftavirkni haldi áfram næstu daga og það þurfi ekki að bíða lengi eftir næsta jarðskjálfta sem er með stærðina þrír eða stærri.
Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu
Í dag (11-Apríl-2016) klukkan 16:49 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og varði aðeins í 15 mínútur.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,2 og annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar voru minni að styrkleika. Jarðskjálftahrinunni er lokið þessa stundina.
Jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu
Stuttu eftir miðnætti varð jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu. Þetta var grunn jarðskjálftavirkni með dýpi í kringum 3 til 5 km. Nokkrir jarðskjálftar áttu sér stað á dýpinu 7 til 11 km, það bendir til kvikuhreyfinga á miklu dýpi í eldstöðinni. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika hafi náð grunnt upp í jarðskorpuna núna.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,5 og á dýpinu 4,3 km. Aðrir jarðskjálftar voru minni og á mismunandi dýpi. Engin kvika náði til yfirborðs í þessari jarðskjálftavirkni. Jarðskjálftavirknin virðist hafa farið af stað vegna spennubreytinga sem eiga uppruna sinn í kvikusöfnun á miklu dýpi. Ég reikna með áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu næstu vikunar og mánuðina.
Djúpir jarðskjálftar í Öskju
Í gær (06-Apríl-2016) urðu djúpir jarðskjálftar í Öskju. Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað voru stórir, sá stærsti var með stærðina 1,6.
Djúpir jarðskjálftar í Öskju þann 06-Apríl-2016. Þessir jarðskjálftar voru nærri Dreka. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Flestir jarðskjálftarnir urðu í kringum 21 km dýpi. Þessi jarðskjálftavirkni steig ekki hærra upp í jarðskorpuna og ekkert bendir til þess að það muni gerast að þessu sinni. Engar breytingar urðu á óragröfum nærri Öskju við þessa jarðskjálftavirkni.
Jarðskjálftavirkni í Báðarbungu (vika 13)
Í dag (3-Apríl-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 og komu minni jarðskjálftar í kjölfarið. Undan stærsta jarðskjálftanum varð jarðskjálfti með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar í þessari virkni hafa verið minni.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag (3-Apríl-2016). Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,4. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað ekki langt frá þeim stað þar sem kvikuinnskotið er til staðar. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að frekari virkni sé að eiga sér stað í Bárðarbungu þessa stundina.
Flutningur til Danmerkur
Þessa dagana er ég að flytja til Danmerkur og því má búast við að einhverja daga verði ég ekki fær um að skrifa greinar ef eitthvað gerist í jarðfræði Íslands. Ég mun verða í einhverju internet sambandi fram til 14-Apríl, eftir þann tíma verð ég í litlu eða engu internet sambandi fyrr en 29-Apríl.
Breytt auglýsingastefna
Ég er núna að færa flestar þær auglýsingar sem ég er með yfir á Amazon CPM. Það er vegna þess að með Amazon CPM þá fæ ég borgað fyrir flettingar, ekki bara sölu eins og er með hefðbundnar auglýsingar frá Amazon. Það að fá borgað fyrir flettingar er mikill kostur fyrir mig og eykur þær litlu tekjur sem ég hef af þessar vefsíðu umtalsvert (þær eru þó ennþá litlar). Ástæðan fyrir því afhverju ég er ekki með Google Adsense auglýsingar hérna er mjög einföld. Google hefur ekki stutt Ísland hingað til og síðan er Google Adsense með auglýsingar sem sína myndbönd og hljóð, það eru óþolandi auglýsingar að mínu áliti og því verð ég ekki með þær.