Vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (12-Apríl-2016) klukkan 22:26 varð vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu í þessari hrinu voru minni að stærð.

160413_2120
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er orðin nærri því vikulegur atburður og það verða oft einn til tveir jarðskjálftar sem verða stærri en þrír. Ég reikna með að núverandi jarðskjálftavirkni haldi áfram næstu daga og það þurfi ekki að bíða lengi eftir næsta jarðskjálfta sem er með stærðina þrír eða stærri.