Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (11-Apríl-2016) klukkan 16:49 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og varði aðeins í 15 mínútur.

160411_2050
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,2 og annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar voru minni að styrkleika. Jarðskjálftahrinunni er lokið þessa stundina.