Jarðskjálftavirkni í Báðarbungu (vika 13)

Í dag (3-Apríl-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 og komu minni jarðskjálftar í kjölfarið. Undan stærsta jarðskjálftanum varð jarðskjálfti með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar í þessari virkni hafa verið minni.

160403_1715
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag (3-Apríl-2016). Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,4. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað ekki langt frá þeim stað þar sem kvikuinnskotið er til staðar. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að frekari virkni sé að eiga sér stað í Bárðarbungu þessa stundina.