Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (30-Ágúst-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinan varð í öskju Bárðarbungu eins og hefur verið tilfellið undanfarna mánuði. Ekkert bendir til þess að kvika sé á ferðinni eða að eldgos sé yfirvofandi. Þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast spennubreytingum á jarðskorpunni í Bárðarbungu og tengist það eldgosinu í Bárðarbungu árið 2014 til 2015.

160830_1815
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu, grænar stjörnur sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,8 (klukkan 13:33) og síðan 3,4 (klukkan 16:58). Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið eru minni. Ástæða þess að þessir jarðskjálftar eiga sér stað er vegna þess að kvika er að flæða inn í Bárðarbungu á miklu dýpi (meira en 10 km dýpi). Þetta innflæði kviku breytir spennustiginu ofar í jarðskorpunni sem aftur veldur jarðskjálftum. Það má búast við frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu næstu klukkutíma og daga. Þessi tegund af jarðskjálftavirkni hefur verið viðvarandi í Bárðarbungu síðan í September-2015. Ég reikna ekki með því að breyting verði á þessari virkni næstu mánuði.

Jarðskjálfti á Reykjanesskaga

Í gær (29-Ágúst-2016) varð jarðskjálfti á Reykjanesskaga með stærðina 3,4. Þessi jarðskjálfti fannst vegna þess hversu nálægt byggð hann varð.

160830_0015
Jarðskjálftinn á Reykjanesskaga, græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn varð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn önnur jarðskjálftavirkni hefur komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Einn lítill jarðskjálfti varð áður en þessi jarðskjálfti átti sér stað en enginn jarðskjálftavirkni hefur orðið eftir það.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu

Ég ætla að hafa þessa grein frekar stutta um Kötlu, þar sem hætta er á því að efni hennar úreldist frekar hratt.

Það er ekkert eldgos í Kötlu eins og stendur. Það hefur bara jarðskjálftavirkni komið fram hingað til. Nýjustu upplýsingar sína fram á það að jarðhitavatn er komið í Múlakvísl og því hefur fólki verið ráðlagast að stoppa ekki á brúm eða vera nærri ánni vegna eitraða gastegduna. Tveir stærstu jarðskjáfltanir sem urðu síðustu nótt í Kötlu voru með stærðina 4,5 en dýpi þessara jarðskjálfta var mismundi, fyrri jarðskjálftinn var með dýpið 3,8 km en sá seinni með dýpið 0,1 km. Aðrir jarðskjálftar voru í kringum stærðina 3,0 þá bæði stærri og minni.

160829_2145
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Grænar stjörnur sýna hvar jarðskjálftar sem voru stærri en 3,0 áttu sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki vitað hvernig eldgos hefst í Kötlu. Þar sem ekki hefur orðið eldgos síðan nútímamælingar hófst á Íslandi og þar að leiðandi eru ekki til neinar sögulegar mælingar. Hugmyndir um að hvernig eldgos hefst í Kötlu eru því að mestu leiti ágiskanir á því hvernig eldgos hefst. Hjá mér persónulega er það hugmyndin að eldgos í Kötlu séu tengd reki flekanna, enda er Katla hluti af austara gosbeltinu á Íslandi (EVZ). Það gosbelti rekur 1cm/ári og er þar um að ræða ameríkuflekann og Evrasíuflekann sem eru að reka í sundur. Einnig sem að austara gosbeltið er að teygja sig suður með, langt útá hafi fyrir sunnan Vestmannaeyjar.

160829.014609.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá CC leyfi síðuna fyrir nánari upplýsingar.

160829.014700.bhrz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá CC leyfi síðuna fyrir nánari upplýsingar.

Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað gerist næst í Kötlu. Það sem er að gerast núna hinsvegar boðar ekki neitt gott að mínu áliti. Það er hinsvegar aldrei spurning um það hvort að Katla gjósi, heldur alltaf hvenær það gerist. Eins og ég nefni að ofan, þá er skortur á gögnum að gera vísindamönnum erfitt fyrir að átta sig á því hvernig eldgos hefjast í Kötlu. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá til hvað gerist.