Í gær (29-Ágúst-2016) varð jarðskjálfti á Reykjanesskaga með stærðina 3,4. Þessi jarðskjálfti fannst vegna þess hversu nálægt byggð hann varð.
Jarðskjálftinn á Reykjanesskaga, græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn varð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Enginn önnur jarðskjálftavirkni hefur komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Einn lítill jarðskjálfti varð áður en þessi jarðskjálfti átti sér stað en enginn jarðskjálftavirkni hefur orðið eftir það.