Síðustu daga hefur verið minniháttar aukning í jarðskjálftum í Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir á tímabilinu hafa náð stærðinni 2,8. Þessa stundina hafa ekki orðið stærri jarðskjálftar í Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það virðist vera staðbundin virkni af jarðskjálftum í austur hluta öskjunnar. Þetta er nærri því svæði sem gaus árið 1918 og er hugsanleg vísbending um það hvar getur gosið næst í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni virðist benda til þess að kvikan hafi fundið veikan blett í jarðskorpunni og sé núna að „bora“ sig í gegnum jarðskorpuna og þessi hreyfing veldur stundum litlum jarðskjálftum á takmörkuðum bletti [athugasemd: Þetta er bara það sem ég hef séð, það er ekki búið að staðfesta þetta með vísindalegum mælingum ennþá]. Þessa stundina er jarðskjálftavirkni mjög lítil í Kötlu miðað við þá virkni sem var í gangi frá lokum Ágúst til miðs Októbers. Mig grunar að núverandi jarðskjálftavirkni eigi eftir að halda sér í Kötlu þangað til næsta vor.
Leiðni heldur áfram að vera mjög há í nokkrum jökulám í kringum Kötlu. Það bendir sterklega til þess að ný hverasvæði hafa opnast undir jöklinum í öskjunni. Það bendir til þess að kvika sé komin mjög grunnt í jarðskorpuna og eldstöðin sé orðin mjög heit. Til þess að svona ný hverasvæði opnist þá þarf kvika að vera kominn á minna en eins kílómetra dýpi. Það þýðir að kvikan er mjög grunnt í upp í eldstöðina.