Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Snemma morguns þann 19-Nóvember-2016 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina er sú sterkasta í Bárðarbungu núna í lengri tíma og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 4,0 en sá næst stærsti með stærðina 3,5 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

161119_1635
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þrýstingur vegna kviku sé að aukast hratt innan í Bárðarbungu þessa dagana. Ég hef ekki neinar upplýsingar um það hversu mikið Bárðarbunga hefur þanist út síðan í September-2015 þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst, en það hlýtur að vera talsvert þar sem færslan í hverjum jarðskjálfta er einhver (ég veit ekki hvað færslan er mikil í hvert skipti, ég fann ekki þau gögn), Síðasta árið hefur verið mjög mikil jarðskjálftavirkni í öskju Bárðarbungu og því ljóst að eldstöðin hefur þanist talsvert út undanfarið ár. Það er ekki ljóst hvort að þessi þensla mun leiða til eldgoss fljótlega eða eftir mjög langan tíma. Það eina sem er vitað fyrir vissu er að kvika er að flæða inn í eldstöðina í grunnstæð kvikuhólf af miklu dýpi.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (18-Nóvember-2016) varð lítil jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Hérna er um að ræða jarðskjálftavirkni sem hófst í September-2015 og er því búin að vara í eitt ár auk nokkura vikna. Hægst hefur á þessari virkni undanfarnar vikur ekki veit ég afhverju það er raunin. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú að kvika er að flæða inn í eldstöðina af miklu dýpi og inn í grunnstæð kvikuhólf.

161118_2355
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessar jarðskjálftavirkni var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru smærri að stærð. Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera að mestu leiti lokið í augnablikinu en ekki er hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun taka sig upp aftur, þar sem virkni sem er tengd innflæði kviku er þannig að ekki er hægt að spá fyrir um það hvað gerist næst.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Þann 18-Nóvember-2016 varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Í þetta skiptið var um að ræða litla jarðskjálftahrinu í Kötlu sem virðist hafa staðið stutt yfir. Stærstu jarðskjálfanir voru með stærðina í kringum 2,5 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

161118_2035
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði varð lítið eldgos árið 1999 en líklega varð þarna stórt eldgos árið 1245 þó svo að sögulegar heimildir séu takamarkað um það eldgos. Það þýðir að þarna hefur ekki orðið stórt eldgos í lengri tíma, þó svo að lítið eldgos hafi orðið á svæðinu árið 1999.