Í gær (18-Nóvember-2016) varð lítil jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Hérna er um að ræða jarðskjálftavirkni sem hófst í September-2015 og er því búin að vara í eitt ár auk nokkura vikna. Hægst hefur á þessari virkni undanfarnar vikur ekki veit ég afhverju það er raunin. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú að kvika er að flæða inn í eldstöðina af miklu dýpi og inn í grunnstæð kvikuhólf.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessar jarðskjálftavirkni var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru smærri að stærð. Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera að mestu leiti lokið í augnablikinu en ekki er hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun taka sig upp aftur, þar sem virkni sem er tengd innflæði kviku er þannig að ekki er hægt að spá fyrir um það hvað gerist næst.