Í nótt þann 26-Nóvember-2016 varð ný hrina af jarðskjálftum í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 3,8.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu, græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,8. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þann 22-Nóvember-2016 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í suðu-vesturhluta Bárðarbungu. Nærri þeim stað þar sem kvikugangurinn opnaðist í Ágúst-2014.
Jarðskjálftinn í Bárðarbungu sem var með stærðina Mw3,6 þann 22-Nóvember-2016. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Svona jarðskjálftavirkni er orðin mjög algeng í Bárðarbungu og vegna þess skrifa ég ekki alltaf um þá jarðskjálfta sem verða, þar sem ef ég gerði það. Þá yrðu ekkert nema greinar um Bárðarbungu á þessari vefsíðu.