Jarðskjálftahrina vestur af Langjökli

Fyrir nokkrum vikum síðan byrjaði jarðskjálftahrina vestur af Langjökli. Sú jarðskjálftahrina hætti síðan en hefur núna tekið sig upp aftur á sama stað og það virðist sem að styrkur þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað sé að aukast. Fyrst þegar jarðskjálftahrinan varð, þá voru stærðir jarðskjálftana oftast í kringum 1,0 en eru núna oftast í kringum 2,0.


Jarðskjálftahrinan vestur af Langjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina hefur öll merki þess að hérna sé um að ræða innanflekajarðskjálftahrinu en staðsetning á þessari jarðskjálftarhinu gerir talsvert erfitt að meta hvort að það sé raunin. Þarna eru ekki merktar inn neinar sprungur sem bendir til þess að ekki hefur orðið stór jarðskjálftahrina á þessu svæði í mjög langan tíma.

Jarðskjálftavirkni eykst hægt í Kötlu

Síðustu daga hefur jarðskjálftavirkni í Kötlu verið að aukast hægt og rólega. Þessi aukning á jarðskjálftum er í samræmi við aukna bráðnun á Mýrdalsjökli yfir sumarið. Það sem er þó öðruvísi núna er hversu hratt jarðskjálftavirknin er að aukast í Kötlu síðustu dagana. Þessa stundina þá hefur jarðskjálftavirknin í Kötlu ekki náð því stigi sem sást í fyrra (2016).


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 2,4 en þessi jarðskjálfti kom fram í minniháttar jarðskjálftahrinu í Kötlu. Síðan þá hafa komið fram nýjir jarðskjálftar innan í Kötluöskjunni en allir jarðskjálftarnir sem hafa komið fram voru mjög litlir að stærð. Núverandi jarðskjálftavirkni er langt frá þeirri jarðskjálftavirkni sem kom fram árið 2016 í Kötlu og er núverandi jarðskjálftavirkni ennþá mjög lítil í samanburðinum.