Jarðskjálftavirkni eykst hægt í Kötlu

Síðustu daga hefur jarðskjálftavirkni í Kötlu verið að aukast hægt og rólega. Þessi aukning á jarðskjálftum er í samræmi við aukna bráðnun á Mýrdalsjökli yfir sumarið. Það sem er þó öðruvísi núna er hversu hratt jarðskjálftavirknin er að aukast í Kötlu síðustu dagana. Þessa stundina þá hefur jarðskjálftavirknin í Kötlu ekki náð því stigi sem sást í fyrra (2016).


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 2,4 en þessi jarðskjálfti kom fram í minniháttar jarðskjálftahrinu í Kötlu. Síðan þá hafa komið fram nýjir jarðskjálftar innan í Kötluöskjunni en allir jarðskjálftarnir sem hafa komið fram voru mjög litlir að stærð. Núverandi jarðskjálftavirkni er langt frá þeirri jarðskjálftavirkni sem kom fram árið 2016 í Kötlu og er núverandi jarðskjálftavirkni ennþá mjög lítil í samanburðinum.