Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu austur af Grímsey

Í gær (09-Júní-2017) varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu og varð þessi jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Þetta var ágætlega stór jarðskjálftahrina talið í fjölda jarðskjálfta en enginn sérstaklega stór jarðskjálfti kom fram í þessari jarðskjálftahrinu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,2 og 2,1. Aðrir jarðskjálftar sem urðu eru minni að stærð og ég held að í kringum 40 jarðskjálftar hafi átt sér stað.


Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessi jarðskjálftahrinu sé lokið en á þessu svæði Tjörnesbrotabeltins hefur verið aukin jarðskjálftavirkni undanfarnar vikur. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun halda svona áfram eða ekki.

Jarðskjálftavirknin austur af Flatey er ennþá í gangi og er núna að komast í fimmtu eða sjöttu viku núna. Ekkert bendir til þess að það sé farið að draga úr þessari jarðskjálftahrinu ennþá.