Jarðskjálftavirknin í Kötlu – Stöðuuppfærsla 2

Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Kötlu í dag. Það er óljóst og ekki hægt að segja til um það hvort að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er mín skoðun að hættan á eldgosi sé mjög mikil þessa stundina og hugsanlega sé stutt í eldgos (spurning um klukkutíma). Það er hinsvegar afstaða yfirvalda að bíða aðeins með slíkar yfirlýsingar eins og staðan er núna.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 3,4 og var með dýpið 0,1 km. Í gær varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 og það varð jarðskjálfti undan þeim jarðskjálfta, sá hafði stærðina 1,9 og var með dýpið 14,4 km. Þetta dýpi bendir sterklega til þess að ný kvika sé að troða sér upp í eldstöðina og valda þessum jarðskjálftum. Vegna þess þá reikna ég með frekari jarðskjálftavirkni á næstu klukkutímum. Þessi breyting sýnir sig þannig að þeir jarðskjálftar sem hafa orðið hafa allir mismunandi dýpi frá því sem áður var, mesta dýpi sem hefur mælst var 15,5 km og það minnsta 0,1 km.

Það virðist sem að það séu tímabil mikillar virkni og síðan tímabil lítillar eða ekki neinnar virkni í Kötlu þessa stundina og vara þessi mismunandi tímabil í nokkra klukkutíma eins og staðan er núna. Hinsvegar virðist tímabilið milli jarðskjálftahrina sé að verða styttra. Ég veit ekki afhverju það er að eiga sér stað. Hinsvegar bendir þetta til þess að Katla sem eldstöð er að verða mun óstöðugri eftir því sem tíminn líður og þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram. Þessa stundina veit ég ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni er sú sama og árið 2016, þegar mikil jarðskjálftavirkni hófst en hætti síðan eftir nokkra mánuði. Nokkrar SIL stöðvar eru að sýna aðeins hærri tón á 2 – 4Hz bandinu ég veit ekki afhverju það stafar. Eins og staðan er núna þá er allt rólegt í Kötlu, hinsvegar reikna ég með að ástandið breytist án nokkurs fyrirvara í Kötlu. Hvort að eitthvað meira gerist á eftir að koma í ljós en hættan á slíku er mikil þessa stundina.

Uppfærsla 1

Nýtt dýptarmet hefur verið sett í þessari jarðskjálftahrinu sem hefur verið í Kötlu síðustu daga. Nýtt dýptarmet er 25,0 km og er í staðinn fyrir 15,5 km dýpi sem var áður. Á þessu dýpi er það eingöngu kvika sem veldur jarðskjálftum en ekki hefðbundnar jarðskorpuhreyfingar. Þar sem Ísland er ekki á flekamótum þar sem annar jarðflekinn fer undir annan, þá er takmarkað hvað getur valdið djúpum jarðskjálftum. Á þessum stað og á þessu dýpi er það kvika sem veldur þessum jarðskjálftum og ekkert annað kemur til greina. Á síðustu klukkutímum hafa bara þrír jarðskjálftar komið fram í Kötlu og á þessari stundu er allt rólegt.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu þessa stundina. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er margt sem bendir til þess að hérna sé um að ræða virkni sem er langt frá því að vera lokið. Í Ágúst-2016 komu einnig fram svona rólegaheita tímabil í þeirri jarðskjálftahrinu sem þá varð. Ég veit ekki afhverju svona rólegheita tímabil koma fram í Kötlu í jarðskjálftahrinum.

Ég mun uppfæra þessa grein í dag (21-Júní-2017) eftir því sem aðstæður krefjast ef eitthvað meira gerist.

Grein uppfærð klukkan 21:15. Nýjum upplýsingum bætt við.

Vökvi (fluid) ástæða langtíma jarðskjálftahrinu norð-austan við Flatey á Skjálfanda, Tjörnesbrotabeltinu

Í Mars-2017 hófst jarðskjálftahrina norð-austan við Flatey á Skjálfanda. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í þessari hrinu mældist með stærðina 2,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Í heildina hafa um 800 jarðskjálftar mælst síðan í Mars-2017.


Jarðskjálftavirknin fyrir norð-austan Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru tvö misgengi að verki hérna, annað vísar næstum því beint norður og er lóðrétt. Hitt er í stefnuna NV-SV og er með stefnuna 145 gráður austur og er með horn stefnuna 60 til 70 gráður. Dýpið er í kringum 10,5 km til 11,5 km. Síðan jarðskjálftavirknin hófst í Mars þá hefur jarðskjálftavirknin aðeins færst norður og grynnst.


NV-SV misgengið þar sem jarðskjálftahrinan er norð-austur af Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Misgengið sem vísar norður og er nærri því lóðrétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þær vísbendingar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu eru þær að hérna sé um að ræða jarðskjálftahrinu sem stafar af einhverjum vökva sem er að troða sér upp í jarðskorpuna á þessu svæði. Hvernig vökva er um að ræða er ekki hægt að vita. Á þessu svæði eru engin þekkt eldfjöll og þarna hafa aldrei verið skráð eldgos. Hvaða vökva er um að ræða þá er að mínu áliti ekki um að ræða marga möguleika, þarna gæti verið um kviku að ræða en einnig er hugsanlegt að um sé að ræða vatn undir þrýstingi sem sé að troða sér upp jarðskorpuna.


Jarðskjálftavirknin norð-austur af Flatey á Skjálfanda síðan í Mars-2017 til Júní-2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.