Í Mars-2017 hófst jarðskjálftahrina norð-austan við Flatey á Skjálfanda. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í þessari hrinu mældist með stærðina 2,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Í heildina hafa um 800 jarðskjálftar mælst síðan í Mars-2017.
Jarðskjálftavirknin fyrir norð-austan Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það eru tvö misgengi að verki hérna, annað vísar næstum því beint norður og er lóðrétt. Hitt er í stefnuna NV-SV og er með stefnuna 145 gráður austur og er með horn stefnuna 60 til 70 gráður. Dýpið er í kringum 10,5 km til 11,5 km. Síðan jarðskjálftavirknin hófst í Mars þá hefur jarðskjálftavirknin aðeins færst norður og grynnst.
NV-SV misgengið þar sem jarðskjálftahrinan er norð-austur af Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Misgengið sem vísar norður og er nærri því lóðrétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þær vísbendingar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu eru þær að hérna sé um að ræða jarðskjálftahrinu sem stafar af einhverjum vökva sem er að troða sér upp í jarðskorpuna á þessu svæði. Hvernig vökva er um að ræða er ekki hægt að vita. Á þessu svæði eru engin þekkt eldfjöll og þarna hafa aldrei verið skráð eldgos. Hvaða vökva er um að ræða þá er að mínu áliti ekki um að ræða marga möguleika, þarna gæti verið um kviku að ræða en einnig er hugsanlegt að um sé að ræða vatn undir þrýstingi sem sé að troða sér upp jarðskorpuna.
Jarðskjálftavirknin norð-austur af Flatey á Skjálfanda síðan í Mars-2017 til Júní-2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.