Snögg aukning í jarðskjálftavirkni í Kötlu – Stöðugrein 1

Í kvöld hefur verið snögg aukning í jarðskjálftavirkni í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 3,6 en ég er ekki viss um stærðir annara jarðskjálfta þessa stundina. Ég mun uppfæra þessa grein um leið og stærðir þessara jarðskjálfta eru komnar á hreint. Núverandi ástand virðist vera minna stöðugt en það sem kemur fram hjá Veðurstofunni núna í kvöld á vefsíðu þeirra.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróaplott Veðurstofunnar hafa ekki að fullu uppfærst og því hef ég þær upplýsingar ekki eins og stendur. Óróaplottinn uppfærast eingöngu á 30 mínútu fresti og það þýðir að ég hef ekki fengið inn öll óróagögnin eins og stendur. Ég mun uppfæra þessa grein um leið og ég hef þau gögn ef þarf.

Þegar þessi grein er skrifuð er ekkert eldgos hafið í Kötlu. Það gæti þó breyst án nokkurs fyrirvara.

Ég mun uppfæra þessa grein eða skrifa nýja grein eftir því sem staða mála þróast.

Uppfærsla 1

Það hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu klukkutímana. Þessi jarðskjálftahrina sem varð núna er önnur jarðskjálftahrinan á tveim dögum en sú fyrri varð þann 19-Júní-2017. Ekkert óvenjulegt kemur fram á óróaplottum Veðurstofu Íslands þessa stundina.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu klukkan 21:35. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,6 í Kötlu. Þessi mynd er síuð á 1Hz vegna hávaða frá vindinum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Seinni jarðskjálftinn sem kom fram í Kötlu. Þetta er mjög langur jarðskjálfti eins og sést á þessu plotti og það sést þegar þetta hættir. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Á þessari stundu er mikið hvassviðri á suðurlandi sem gerir það erfitt að fylgjast með og mæla jarðskjálftavirkni í Kötlu á þessari stundu á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Mikill vind og sjávarhávaði kemur fram á mælinum vegna veðurs.

Greinin var uppfærð klukkan 21:55.