Aðfaranótt 7-September-2017 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,5 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,1. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftinn sem kom fram í síðustu nótt var stærsti jarðskjálfti í Bárðarbungu síðan í Ágúst-2017.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan sem kom fram í Bárðarbungu var í norður-austur hluta öskjunnar. Þetta svæði í öskju Bárðarbungu hefur verið virkt síðan í Ágúst-2014 þegar núverandi virknitímabil hófst í Bárðarbungu. Í þetta skiptið var enginn órói greindur í Bárðarbungu. Það er möguleiki á því að það verði ekki alltaf raunin að mínu áliti þar sem ég tel að það sé talsverð hætta á litlum skammlífum eldgosum núna í Bárðarbungu og þá munu jökulflóð koma fram í kjölfarið. Í þetta skiptið kom hinsvegar ekkert eldgos fram í Bárðarbungu.