Síðustu klukkutíma hefur verið jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Ég er ekki viss hversu margir jarðskjálftar hafa orðið í Öræfajökli en það hafa ekki margir náð stærðinni 2,0 en talsvert hefur verið um jarðskjálfta sem eru minni en 1,5 að stærð. Þetta er mjög óvenjuleg jarðskjálftahrina síðan jarðskjálftavirkni byrjaði í Öræfajökli fyrir nokkrum árum síðan.
Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan er í stefnu sem er nærri því norður-suður innan gígs Öræfajökuls og er það mjög áhugaverð stefna á jarðskjálftahrinunni. Það munstur kom fyrst fram í jarðskjálftahrinu sem varð í Öræfajökli í síðasta mánuði. Þess á milli hafa þeir jarðskjálftar sem hafa komið fram verið hér og þar. Sagan segir (frá eldgosinu 1362) það að tveir jarðskjálftar fundust nokkru áður en það eldgos hófst. Hversu nákvæm sú lýsing er stórt spurning vegna hugsanlegrar endurskrifunar á sögunni í gegnum tíðina. Nákvæm grein um Öræfajökul er hægt að finna hérna (pdf, enska) á vef Veðurstofu Íslands. Söguleg gögn sýna það að eldgos frá Öræfajökli eru öflug og vara í misjafnan tíma. Eldgosið árið 1326 varði eingöngu frá Júní til Október. Eldgosið árið 1727 varð frá Ágúst 3 til 1 Maí 1728 (skekkjumörk eru 30 dagar til eða frá).
Smá um Esjufjöll
Það hefur einnig orðið minniháttar jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum í kjölfarið á aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Þetta virðist vera tengt en ég veit ekki afhverju það virðist vera raunin. Ég reikna ekki með neinu eldgosi í Esjufjöllum. Ég er ekki alveg viss hversu lengi jarðskjálftavirkni hefur verið í gangi í Esjufjöllum en eldstöðin er nefnd í skýrslu frá Veðurstofunni árið 2002 og er hægt að lesa hérna (pdf, enska).