Lítil jarðskjálftahrina í Kolbeinsey

Í gær (08-Október-2017) kom fram lítil jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Það mældust aðeins þrír jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu en það er líklega vegna þess að þessi jarðskjálftahrina var langt frá landi sem gerir erfiðara að mæla þá jarðskjálfta sem þarna verða.


Jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey er græna stjarnan á þessu korti. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,1 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1. Síðan 10:33 í gær hefur ekki komið fram nein jarðskjálftavirkni þarna en það getur verið vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það er því ekki hægt að útiloka að frekari jarðskjálftavirkni hafi orðið þarna.

Nýr jarðskjálftamælir Veðurstofu Íslands

Ég sá í fréttum að núna er Veðurstofan búin að setja upp jarðskjálftamæli í Bjarnarey rétt fyrir utan Vestmannaeyjar. Þessi jarðskjálftamælir eykur næmina á svæðinu umtalsvert og þýðir einnig að hægt er að mæla jarðskjálfta sem verða lengra suður af Íslandi en áður hefur verið. Veðurstofan hefur einnig fært til jarðskjálftamælinn í Vestmannaeyjum vegna þess að gamla staðsetningin var farin að verða fyrir truflunum af menningarhávaða.

Frétt af nýja jarðskjálftamælinum, Jarðskjálftamælir í Bjarnarey að frumkvæði Vinnslustöðvarinnar (eyjafrettir.is).