Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þann 13-Október-2017

Á Föstudeginum þrenntánda í Október tvöþúsundund og sautján varða jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina 3,1 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðsetning jarðskjálftans með stærðina 3,1 er mjög áhugaverð. Jarðskjálftinn er á stað þar sem ekki hefur verið mikið um jarðskjálftavirkni áður og þarna er einnig að finna mjög aflmikið hverasvæði sem hefur brætt af sér yfir hundraðmetra þykkan jökul. Kvika á þessu svæði er mjög grunnt eins og ljóst er að jarðhitavirkni á þessu svæði. Jarðfræðingar áætla að dýpið niður á kviku sé rúmlega 1 km miðað við þá jarðhitavirkni sem er til staðar á svæðinu. Jarðskjálftinn með stærðina 2,9 var á hefðbundu svæði norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Það er einnig áhugaverð jarðskjálftavirkni í norður hluta öskju Bárðarbungu sem hefur orðið yfir síðustu klukkutíma. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Bárðarbungu á þessari stundu.