Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Dagana 05-Október og 06-Október-2017 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Fyrsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 3,7 og kom sá jarðskjálfti fram þann 05-Október, síðari jarðskjálftinn kom fram þann 06-Október-2017 og var með stærðina 3,4. Fyrri jarðskjálftinn sem kom fram varð í suð-vestur hluta öskju Bárðarbungu sem hefur ekki verið mjög jarðskjálftavirk, síðari jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 og varð á hefðbundu svæði í norð-austur hluta öskjunnar.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir aðrir jarðskjálftar komu fram í þessari jarðskjálftahrinu en stærsti eftirskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,2 en allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.