Síðan 05-Október-2017 hefur verið jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina hefur verið svo til beint undir Grímsey. Yfir 120 jarðskjálftar hafa orðið í þessari hrinu á þessari stundu. Stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina 3,9 (05-Október) og síðan 3,5 (06-Október) og síðan 3,0 (06-Október). Það eru góðar líkur á því að síðasta klukkutímann hafi orðið jarðskjálfti sem er nærri því með stærðina 3,0 eða verður á næstu klukkutímum.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu síðan 05-Október-2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist af íbúum Grímseyjar og jarðskjálftinn aðfaranótt föstudag vakti íbúa Grímseyjar upp af svefni sá jarðskjálfti var með stærðina 3,5. Engar skemmdir hafa ennþá orðið vegna þessar jarðskjálftahrinu í Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina er staðsett rúmlega 1 til 3 kílómetra frá byggðinni í Grímsey. Stærri jarðskjálftar sem eru 3,0 eða stærri á Tjörnesbrotabeltinu munu koma fram jarðskjálftamælum sem ég er með og er hægt að skoða hérna. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er sá jarðskjálftamælir sem nær jarðskjálftum á norðurlandi best.