Í gær (01-Október-2017) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,6 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Í kringum 55 jarðskjálftar urðu í þessari jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu. Á þessu svæði Tjörnesbrotabeltisins er mjög mikil virkni og verða þarna oft jarðskjálftahrinur á hverju ári.