Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Þann 1-Október-2017 varð aukning í jarðskjálftum í Kötlu. Þessi aukning heldur áfram en veður hefur þó valdið því að erfitt er að mæla þessa aukningu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,6 (tveir jarðskjálftar) en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er einnig aftur farinn að mæla lágtíðni jarðskjálfta sem eiga upptök sín einhverstaðar í Kötlu að ég tel. Þessir jarðskjálftar koma fram þegar aukning verður í jarðskjálftum í Kötlu. Ég veit ekki afhverju þetta er gerist. Síðustu 48 klukkustundirnar hefur verið minni virkni í Kötlu en 1-Október-2017 en veður á þessum tíma hefur ekki verið gott. Það virðist einnig sem að slæma veðrið hafi skemmt jarðskjálftamælastöðina Goðabungu sem Veðurstofan rekur þar. Það mun taka Veðurstofuna einhvern tíma að laga þá jarðskjálftamælastöð vegna þess að veðurspáin næstu daga er ekki góð.

Vefþjóna uppfærsla

Ég mun uppfæra vefhýsinguna fyrir þessa vefsíðu á næstu dögum og færa hana til Bretlands. Það ætti að bæta viðbragðstíma vefsíðunnar og bæta hleðslutíma vefsíðunnar frá því sem er núna í dag. Ef allt verður rólegt næstu daga þá ætti þessi breyting að verða án þess að nokkur taki eftir henni.