Kröftugasta jarðskjálftahrina síðan í Febrúar 2015 í Bárðarbungu

Í gær (26-Október-2017) og í dag (27-Október-2017) varð kröftugasta jarðskjálftahrina síðan í Febrúar 2015 þegar eldgosinu lauk í Bárðarbungu. Í þessari jarðskjálftahrinu komu fram tveir jarðskjálftar með stærðina Mw4,7 og það kom fram einn jarðskjálfti með stærðina 3,9 og síðan varð einn jarðskjálfti með stærðina 3,2. Á þessari stundu eru allir aðrir jarðskjálftar minni að stærð. Á þessari stundu hefur enginn gosórói komið fram í Bárðarbungu þannig að eldgos hefur ekki hafist í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það er talsverð hætta á því að eldgos hefjist á öðrum stað í öskju Bárðarbungu en þar sem jarðskjálftavirknin er núna að koma fram en núna er jarðskjálftavirknin að mestu leiti í norðurhluta öskjunnar.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Seinni Mw4,7 jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Ég náði ekki að mæla fyrri jarðskjálftann vel af óþekktum ástæðum (kannski vegna veðurs). Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Seinni Mw4,7 jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Ég náði ekki að mæla fyrri jarðskjálftann vel af óþekktum ástæðum (kannski vegna veðurs). Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Þessa stundina hefur ekki orðið neitt eldgos í Bárðarbungu. Hinsvegar bendir þessi jarðskjálftavirkni til þess að hugsanlega sé kvikuþrýstingur í Bárðarbungu að ná því stigi að eldgos geti hafist án mikils fyrirvara ef sá þrýstingur hefur ekki náðst nú þegar. Þar sem það er spáð slæmu veðri næsta sólarhringinn á Íslandi þá verður verra að mæla jarðskjálfta sem verða í Bárðarbungu og víðar.