Í gær (11-Janúar-2018) var kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Jarðskjálftahrinan hófst klukkan 08:37 með jarðskjálfta sem hafði stærðina 4,0 en síðan komu tveir stærstu jarðskjálftanir fram í þessari jarðskjálftahrinu. Þeir höfðu stærðina Mw5,4 (EMSC upplýsingar hérna) klukkan 09:46 og síðan með stærðina mb4,9 (EMSC upplýsingar hérna) klukkan 09:50.
Jarðskjálftavirknin djúpt suður af Íslandi (grænu stjörnurnar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessari jarðskjálftahrinu lauk klukkan 11:11 þegar jarðskjálfti með stærðina 3,6 átti sér stað. Veðurstofa Íslands mældi sjö jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu og einnig þessa jarðskjálfta sem koma fram á EMSC en með minni styrkleika. Stærðin sem EMSC gefur upp er sú rétta. Það er ekki gott að fá nákvæma staðsetningu á þessari jarðskjálftahrinu vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælanetum. Jarðskjálftagögn benda til þess að þarna hafi orðið hefðbundnir brotaskjálftar sem verða oft á Reykjaneshrygg og það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í eldvirkni á þessu svæði. Jarðskjálftar sem eru minni en Mw3,6 mælast ekki vegna fjarlægðar.