Í gær (21-Janúar-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 rétt um 2,6 km frá Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst augljóslega í Grindavík. Dýpi þessa jarðskjálfta var rétt um 5,0 km.
Jarðskjálftinn rétt fyrir utan Grindavík (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti eftirskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,8 en allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það virðist sem að jarðskjálftahrinunni sé lokið í bili. Það er þó alltaf hætta á fleiri jarðskjálftum á þessu svæði vegna þeirra afla sem eru þarna á ferðinni í jarðskorpunni.