Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (30-Desember-2017) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og var stærsti jarðskjálftinn eingöngu með stærðina 1,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrina í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að frekari jarðskjálftavirkni verður í Kötlu. Yfir vetrarmánuðina þá er yfirleitt lítil eða engin jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Engin breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Síðustu mánuði hefur ekki verið mikil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Sveiflur eru í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli eins og búast má við í eldkeilu af þessari gerð sem gýs súrri kviku (rhyolitic).


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli verður þegar kvika og gas er á hreyfingu innan í eldstöðinni. Yfir daginn þá breytist þessi hreyfing og ekki er hægt að spá fyrir um hreyfingu kvikunnar eða gassins í Öræfajökli.

Gleðileg jól

Ég óska lesendum mínum og öllum öðrum gleðilegra jóla og að vona að þeir hafi að gott yfir jólahátíðina.

Ég vil einnig þakka þeim sem hafa styrkt mig við að halda þessari vefsíðu gangandi þar sem án stuðnings þeirra þá væri ég ennþá blankari en ég er í dag.

Gleðileg jól. 🙂

Jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu

Þann 23-Desember-2017 klukkan 23:41 varð jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu. Þessa stundina hafa ekki neinir aðrir jarðskjálftar komið í kjölfarið.


Græna stjarnan sýnir upptök jarðskjálftans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði er ekki útilokuð. Þar sem það hefur verið mjög mikil jarðskjálftavirkni í norður-austur hluta öskju Bárðarbungu frá því í September-2015.

Jarðskjálftavirkni að aukast á ný í Öræfajökli

Eftir rólegar tvær vikur í Öræfajökli þá virðist sem að jarðskjálftavirkni sé á ný farin að aukast. Eins og áður þá eru stærðir þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað ekki miklar og mjög fáir jarðskjálftar ná stærð sem er yfir 1,5.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (23-Desember-2017) var með stærðina 1,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,1. Allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þessa stundina er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Miðað við þróunina í Október og Nóvember þá er líklegt að jarðskjálftavirknin haldi áfram að aukast þangað til toppi er náð og eftir það fari jarðskjálftum að fækka á ný. Staðreyndin er hinsvegar sú að óvissa er um það hvernig þetta mun þróast þar sem ekki er hægt að spá fyrir um þróun virkni í eldstöðvum og erfitt er að vita hvað er að gerast innan í eldstöðvum eins og Öræfajökli.

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í nótt klukkan 05:36 hófst jarðskjálftahrina í Henglinum. Aðeins fleiri en tugur jarðskjálfti varð í þessari jarðskjálftahrinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina kláraðist klukkan 05:57 og virðist eiga uppruna sinn í flekahreyfingum. Stærsti jarðskjálftinn fannst í Reykjavík, Hveragerði og Selfossi.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu geta gert það með því að nota PayPal takkana eða millifæra beint á mig. Upplýsingar um það hvernig er hægt að millafæra inná mig er að finna hérna á Styrkir vefsíðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Tímaáætlun fyrir nýjar greinar um Jól 2017

Hérna er áætlun um það hvenær ég mun skrifa nýjar greinar ef eitthvað gerist á Íslandi um jólin 2017.

23 Desember. Venjuleg greinarskrif ef eitthvað gerist.
24 Desember. Ein sjálfvirk grein. Annars engar nýjar greinar.
25 Desember. Engar nýjar greinar.
26 Desember. Engar nýjar greinar.
27 – 30 Desember. Venjuleg uppfærsla á greinum ef eitthvað gerist.
31 Desember. Engar nýjar greinar.
1 Janúar 2018. Ein sjálfvirk grein. Engar nýjar greinar.
2 Janúar (fram að næstu hátíðarhöldum). Venjuleg greinarskrif ef eitthvað gerist.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Aðfaranótt 22-Desember-2017 varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ) suð-austur af Flatey. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,5. Allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Aðfaranótt 20-Desember-2017 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinan hófst klukkan 02:17 með jarðskjálfta sem var með stærðina 1,4. Fyrsti stóri jarðskjálftinn varð klukkan 04:57 og var með stærðina 4,1. Seinni stóri jarðskjálftinn var með stærðina 4,4 og átti sér stað klukkan 05:29. Allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð og það komu fram 40 til 48 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænu stjörnurnar sýna hvar jarðskjálftavirknin átti sér stað í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni var á hefðbundnu svæði í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Mikil jarðhitavirkni er á svæðinu og það bendir til þess að mikil kvika sér til staðar í eldstöðinni á grunnu dýpi. Það hefur ekki komið af stað litlum eldgosum ennþá en hugsanlegt er að slík eldgos verði án mikils fyrirvara (best er að fylgjast með litlum jarðskjálftum sem eru lengi á sama stað).

Djúp jarðskjálftavirkni er ennþá suð-austur (rauði punkturinn) af Bárðarbungu en dýpi þessar jarðskjálftavirkni virðist lítið breytast. Það bendir til þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni. Þessi jarðskjálftavirkni er alltaf á svipuðu dýpi og því ekki miklar líkur á eldgosi. Hinsvegar er hugsanlega hætta á eldgosi þarna í framtíðinni.

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu

Síðastliðna nótt klukkan 02:41 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 11 km og engir aðrir jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Þessi skortur á eftirskjálftum auk staðsetning eru óvenjulegar miðað við jarðskjálftavirkni síðustu mánaða í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mig grunar að núna sé að hefjast tími fleiri og stærri jarðskjálfta í Bárðarbungu. Síðasta slíka tímabil varð í haust þegar jarðskjálfti með stærðina 4,7 átti sér stað.