Jarðskjálftavirkni að aukast á ný í Öræfajökli

Eftir rólegar tvær vikur í Öræfajökli þá virðist sem að jarðskjálftavirkni sé á ný farin að aukast. Eins og áður þá eru stærðir þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað ekki miklar og mjög fáir jarðskjálftar ná stærð sem er yfir 1,5.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (23-Desember-2017) var með stærðina 1,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,1. Allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þessa stundina er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Miðað við þróunina í Október og Nóvember þá er líklegt að jarðskjálftavirknin haldi áfram að aukast þangað til toppi er náð og eftir það fari jarðskjálftum að fækka á ný. Staðreyndin er hinsvegar sú að óvissa er um það hvernig þetta mun þróast þar sem ekki er hægt að spá fyrir um þróun virkni í eldstöðvum og erfitt er að vita hvað er að gerast innan í eldstöðvum eins og Öræfajökli.