Síðastliðna nótt klukkan 02:41 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 11 km og engir aðrir jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Þessi skortur á eftirskjálftum auk staðsetning eru óvenjulegar miðað við jarðskjálftavirkni síðustu mánaða í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Mig grunar að núna sé að hefjast tími fleiri og stærri jarðskjálfta í Bárðarbungu. Síðasta slíka tímabil varð í haust þegar jarðskjálfti með stærðina 4,7 átti sér stað.