Nýlegar mælingar hafa staðfest kvikuinnskot í Öræfajökli, þetta kvikuinnskot er í suðurhluta Öræfajökuls og er það svæði að sýna þenslu þessa dagana. Þessa stundina er áætlað að það magn kviku sem er að koma upp í eldstöðina sé rúmlega það magn sem gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þessa stundina er kvikuinnskotið á dýpi sem er á bilinu 2 til 6 km og það útskýrir aukna jarðhitavirkni í Öræfajökli og afhverju þessi jarðhitavirkni er að aukast þessa dagana. Hversu lengi þessa staða mun vara er ekki vitað þessa stundina. Öræfajökull er eldkeila og hagar sér sem slíkt, hægt er að lesa frekar um eldkeilur hérna og hérna.
Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Í síðustu viku voru mældir 160 jarðskjálftar í Öræfajökli og er það metfjöldi jarðskjálfta sem hafa mælst í Öræfajökli síðan mælingar hófst (árið 1995?). Þessa stundina þá virðist jarðskjálftavirkni vera stöðug en það er ekki hægt að segja til um það hvenær það breytist.
Vefmyndavélar
Það eru komnar tvær vefmyndavélar sem sýna Öræfajökul. Þessir tenglar eru þannig að þeir virka aðeins í takmarkaðan tíma.
Vefmyndavél á Fagurhólsmýri (virkar aðeins tímabundið)
Vefmyndavél á brú (virkar aðeins tímabundið)
Styrkir
Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með tvennum hætti. Annað hvort notað PayPal takkana hérna til hliðar eða með því að fara á síðuna styrkir og fylgja þar bankaupplýsingum til þess að leggja inn á mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂