Tímaáætlun fyrir nýjar greinar um Jól 2017

Hérna er áætlun um það hvenær ég mun skrifa nýjar greinar ef eitthvað gerist á Íslandi um jólin 2017.

23 Desember. Venjuleg greinarskrif ef eitthvað gerist.
24 Desember. Ein sjálfvirk grein. Annars engar nýjar greinar.
25 Desember. Engar nýjar greinar.
26 Desember. Engar nýjar greinar.
27 – 30 Desember. Venjuleg uppfærsla á greinum ef eitthvað gerist.
31 Desember. Engar nýjar greinar.
1 Janúar 2018. Ein sjálfvirk grein. Engar nýjar greinar.
2 Janúar (fram að næstu hátíðarhöldum). Venjuleg greinarskrif ef eitthvað gerist.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Aðfaranótt 22-Desember-2017 varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ) suð-austur af Flatey. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,5. Allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.