Í gær (31-Mars-2018) klukkan 09:35 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 rúmlega 43 km vestur af Grímsey. Vegna fjarlægðar frá landi þá er ólíklegt að fólk hafi orðið vart við þennan jarðskjálfta. Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,6 en allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.
Jarðskjálftinn með stærðina 3,2 (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er einnig jarðskjálftahrina að fara af stað rétt norðan við Gjögurtá (rauðir punktar á myndinni hérna fyrir ofan). Hingað til hefur það ekki komið af stað neinum stórum jarðskjálftum á því svæði og það er óljóst hvort að það muni gerast.