Hérna er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirknina í Öræfajökli.
Í síðasta mánuði þá hélt jarðskjálftavirknin áfram í Öræfajökli og hefur þessi jarðskjálftavirkni verið að mestu leiti stöðug og meirihluti allra þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað eru mjög litlir jarðskjálftar. Flestir með stærðina 0,0 til 1,0. Einn jarðskjálfti með stærðina 2,8 átti sér stað og síðan kom fram einn jarðskjálfti með stærðina 3,0 (grein um þann jarðskjálfta er að finna hérna).
Jarðskjálftavirknin í gær í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þar sem um er að ræða mjög litla jarðskjálfta þá hverfa þeir í vindhávaðann þegar sterkur vindur eða stormur er á svæðinu. Þar sem það styttist í sumarið þá dregur úr tíðni storma á svæðinu og því batna aðstæður til jarðskjálftamælinga í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi eins og stendur. Það er eingöngu þegar stórum og litlum jarðskjálftum fer að fjölga mjög hratt að ljóst er að eldgos sé yfirvofandi. Hinsvegar er nauðsynlegt að fylgjast með þeirri jarðskjálftavirkni sem á sér núna stað í Öræfajökli til öryggis.