Daginn eftir að aukning varð í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina var aðeins stærri en jarðskjálftahrinan sem varð í gær (20-Júní-2018).
Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,6 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Stærsti jarðskjálftinn fannst á nálægum sveitabýlum.
Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum
Vegna bilunar í tölvubúnaði þá verður jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum óvirkur þangað til ég hef efni á að uppfæra stöðina í Raspberry Shake búnað. Á þessari stundu veit ég ekki hvenær það gerist en þar sem þetta er öðruvísi uppsetning þá krefist það þess að ég sé með aðal jarðskjálftatölvuna mína í gangi og þessa stundina er það ekki möguleiki hjá mér vegna aðstæðna. Ég mun fá aðal-jarðskjálfta tölvuna í gang aftur þegar ég flyt til Danmerkur eða Þýskalands eftir nokkra mánuði (vona ég) frá Íslandi.