Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftavirkina í Öræfajökli

Þessi grein er uppfærsla á stöðunni í Öræfajökli.

Yfirfarin niðurstaða á jarðskjálftanum í Öræfajökli sýndi að stærð jarðskjálftans var Mw3,1. Stærðir annara jarðskjálfta var minni en stærsti jarðskjálftinn sem kom fram eftir meginskjálftann var með stærðina 2,1 (klukkan 16:59).


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það fór að draga úr jarðskjálftavirkinni klukkan 20:15. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni haldi áfram án nokkurar viðvörunnar eftir nokkra klukkutíma eða eftir nokkra daga. Það er ekki hægt að vita hvenær jarðskjálftavirknin eykst á ný. Enginn órói kom fram í kjölfarið á jarðskjálftanum með stærðina 3,1. Það bendir sterklega til þess að þarna hafi verið jarðskjálfti sem er eingöngu jarðskorpuhreyfing í eldstöðinni vegna þenslu sem er núna að eiga sér stað (mitt mat og áætlað) í Öræfajökli.

Sterkur jarðskjálfti í Öræfajökli [uppfærslur væntanlegar]

Þessi grein verður uppfærð.

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 varð klukkan 16:57 í Öræfajökli. Þetta er sjálfvirkt stærðarmat og mun breytast þegar farið er yfir gögnin. Það virðist sem að jarðskjálftahrina sé hafin í Öræfajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróaplottin í kringum Öræfajökul hafa ekki ennþá uppfærst og því veit ég ekki hvort að einhver órói hafi komið fram í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu.

Ég mun uppfæra þessa grein með nýrri upplýsingum þegar þær berast.