Jarðskjálftahrina í Krýsuvík á Reykjanesskaga

Í dag (31-Júlí-2018) hófst jarðskjálftahrina í Krýsuvík á Reykjanesskaga. Þessa stundina er jarðskjálftahrinan ennþá í gagni. Stærsti jarðskjálftinn hingað til er með stærðina 3,1 en allir aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hingað til eru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina lítur út fyrir að vera jarðskjálftahrina sem tengist flekahreyfingum á þessu svæði og það er ekkert sem bendir til þess að kvika sé þarna á ferðinni. Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast eftir því sem tíminn líður.

Lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli þann 23-Júlí-2018

Mánudaginn 23-Júlí-2018 varð lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessa stundina er svona jarðskjálftavirkni algeng í Öræfajökli. Í hverri viku verða núna frá 100 til 200 jarðskjálftar í Öræfajökli. Flestir af þeim jarðskjálftum sem verða eru minni en 1,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til í þessari viku var með stærðina 1,2 og var á 4,9 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð. Þegar jarðskjálftahrina verður í Öræfajökli þá er það vegna þess að kvika er að troða sér inn í eldstöðina og er að ýta sér leið upp. Þeir jarðskjálftar sem verða fyrir utan Öræfajökul eru vegna spennubreytinga í nálægri jarðskorpu sem hefur virkjað misgengi á þessu svæði. Það er talsverð hætta á því að jarðskjálftavirkni aukist með þessum hætti eftir því sem meiri kvika safnast saman í Öræfajökli. Það ferli mun taka vikur og mánuði frá því sem er núna í dag.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (20-Júlí-2018) klukkan 06:28 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu í suð-austur hluta öskjunnar. Það komu fram nokkrir litlir jarðskjálftar í kjölfarið yfir daginn. Jarðskjálftavirkni er algeng í Bárðarbungu núna en það hefur dregið úr jarðskjálftavirkninni undanfarna mánuði (3 til 6 mánaða fresti). Á móti þegar það verða jarðskjálftar þá eru þeir stærri.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,4. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta frá Bárðarbungu á næstu klukkutímum til 48 klukkustundum. Ef ekkert gerist eftir 48 klukkustundir þá er ólíklegt að að komi fram stór jarðskjálfti á næstunni. Stærðin sem hægt er að reikna með er yfir 4,0.

Djúpstæð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu

Síðan í gær (18-Júlí-2018) hefur verið djúpstæð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru mjög algengar og eru alltaf vegna þess að kvikuinnskot er þarna á ferðinni.


Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mesta dýpi sem mældist í þessari jarðskjálftahrinu var 26,3 km og minnsta dýpi var 13,4 km. Skekkja gæti verið talsverð í þessum mælingum vegna fjarlægðar frá næstu SIL mælistöðum. Þegar jarðskjálftar eru mjög litlir að stærð (stærðir 0,0 – 1,0) er mjög erfitt að staðsetja þá og finna út rétt dýpi. Í kjölfarið á jarðskjálftavirkni á þessu svæði verður stundum stór jarðskjálfti í Bárðarbungu. Það er ekki hægt að spá til um slíkan atburð og það er ekki hægt að vita fyrirfram hvort að það gerist núna.

Jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Í gær (14-Júlí-2018) og síðustu nótt (15-Júlí-2018) varð jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Þetta virðist vera minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshryggnum og stærsti jarðskjálftinn hafði eingöngu stærðina 3,0. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá eru stærri villumörk á mælingunni en annars hefur verið.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera lokið. Ef einhverjir minni jarðskjálftar eru að eiga sér stað þarna þá eru þeir ekki að mælast á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands vegna fjarlægðar. Jarðskjálftahrina gæti hafist þarna að nýju án nokkurrar viðvörunnar.

Öræfajökull heldur áfram að þenjast út og undirbýr eldgos

Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær (13-Júlí-2018) kom fram að í Öræfajökli er áframhaldandi þensla og jarðskjálftavirkni.

Þessa stundina er það magn kviku sem hefur safnast fyrir í Öræfajökli jafn mikið magn og safnaðist fyrir í eldstöðinni Eyjafjallajökli áður en það gaus þar árið 2010. Á þessari stundu er ekki að sjá annað en að Öræfajökull haldi áfram að safna kviku og þegar ný kvika kemur inn í eldstöðina þá verða jarðskjálftar.

Á þessari stundu er ekki að sjá að eldgos sé yfirvofandi í Öræfajökli. Það gæti breyst án nokkurs fyrirvara en ég reikna með að jarðskjálftar verði í þúsundum rétt áður en eldgos hefst í Öræfajökli. Þangað til er best að fylgjast bara með Öræfajökli og þeirri virkni sem er núna að koma fram.

Minniháttar jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Aðfaranótt 13-Júlí-2018 varð jarðskjálftahrina í suðurhluta öskju eldstöðvarinnar Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,9 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið en hætta er á því að jarðskjálftahrina hefjist á ný í Kötlu án mikils fyrirvara. Jarðskjálftavirkni byrjar oft að aukast í Kötlu í Júlí.

Jarðskjálftahrina norður af Gjögurtá (Tjörnesbrotabeltið)

Klukkan 21:10 hófst jarðskjálftahrina norður af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til var með stærðina 3,7. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hafa verið minni að stærð hingað til. Það gæti breytst á nokkurar viðvörunar.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabelinu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina og er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er aðeins um að jarðskjálftar séu rangt staðsettir á sjálfvirku jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.

Þar sem jarðskjálftamælirinn minn í Böðvarshólum er niðri vegna bilaðrar tölvu og ég hef ekki efni á að kaupa Raspberry Shake jarðskjálftamæli (veðurþolin) þá er eingöngu hægt að sjá stærstu jarðskjálftana á jarðskjálftamælinum í Dellukoti.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 3-Júlí-2018)

Síðustu klukkutíma hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni í suðurhlíðum Öræfajökuls. Þessi jarðskjálftahrina hófst í kringum 29-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Á þessari stundu virðist sem að jarðskjálftavirknin sé nærri þjóðvegi eitt eða alveg undir honum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli þann 3-Júlí-2018. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi breyting á jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð að mínu áliti og bendir til þess að vandræði séu á leiðinni í Öræfajökli. Það eru ekki neinir eldgígar svo ég viti til í hlíðum Öræfajökuls en hugsanlegt er að slíkir gígar hafi verið þurrkaðir út af jökulhreyfingum síðustu alda. Það er góð ástæða að mínu mati að fylgjast með þróun þessar jarðskjálftavirkni.