Í dag (31-Júlí-2018) hófst jarðskjálftahrina í Krýsuvík á Reykjanesskaga. Þessa stundina er jarðskjálftahrinan ennþá í gagni. Stærsti jarðskjálftinn hingað til er með stærðina 3,1 en allir aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hingað til eru minni að stærð.
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftahrina lítur út fyrir að vera jarðskjálftahrina sem tengist flekahreyfingum á þessu svæði og það er ekkert sem bendir til þess að kvika sé þarna á ferðinni. Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast eftir því sem tíminn líður.