Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær (13-Júlí-2018) kom fram að í Öræfajökli er áframhaldandi þensla og jarðskjálftavirkni.
Þessa stundina er það magn kviku sem hefur safnast fyrir í Öræfajökli jafn mikið magn og safnaðist fyrir í eldstöðinni Eyjafjallajökli áður en það gaus þar árið 2010. Á þessari stundu er ekki að sjá annað en að Öræfajökull haldi áfram að safna kviku og þegar ný kvika kemur inn í eldstöðina þá verða jarðskjálftar.
Á þessari stundu er ekki að sjá að eldgos sé yfirvofandi í Öræfajökli. Það gæti breyst án nokkurs fyrirvara en ég reikna með að jarðskjálftar verði í þúsundum rétt áður en eldgos hefst í Öræfajökli. Þangað til er best að fylgjast bara með Öræfajökli og þeirri virkni sem er núna að koma fram.